Acts 9 (BOILNTAP)

1 Páll hélt linnulaust áfram að útrýma kristnum mönnum. Í ákafa sínum fór hann til æðstaprestsins í Jerúsalem 2 og bað hann um bréf, áritað til safnaða Gyðinga í Damaskus. Í bréfinu var farið fram á aðstoð þeirra við ofsóknir gegn þeim, sem þar væru kristnir, körlum jafnt sem konum, svo að Páll gæti flutt þau hlekkjuð til Jerúsalem. 3 Þegar Páll nálgaðist Damaskus í þessum erindagjörðum, leiftraði skyndilega um hann bjart ljós frá himni. 4 Hann féll til jarðar og heyrði rödd sem sagði: „Páll, Páll! Hví ofsækir þú mig?“ 5 „Hver ert þú, herra?“ spurði Páll.Röddin svaraði: „Ég er Jesús, sem þú ofsækir. 6 Stattu nú upp, farðu inn í borgina og þar mun þér sagt verða hvað þú átt að gera.“ 7 Fylgdarmenn Páls stóðu orðlausir af undrun. Þeir heyrðu röddina, en sáu engan. 8 8,9 Þegar Páll staulaðist á fætur, varð honum ljóst að hann var orðinn blindur. Það varð því að leiða hann inn í Damaskus. Í þrjá daga var hann blindur og át hvorki né drakk. 10 Í Damaskus bjó kristinn maður, Ananías að nafni. Drottinn talaði til hans í sýn og sagði: „Ananías!“„Já, Drottinn,“ svaraði hann. 11 „Farðu yfir í Strætið beina,“ sagði Drottinn, „heim til Júdasar, og spurðu eftir Páli frá Tarsus. Þessa stundina er hann á bæn. 12 Ég lét hann sjá sýn og í sýninni komst þú, Ananías, til hans og lagðir hendur yfir hann til að hann fengi aftur sjónina.“ 13 „Já, en Drottinn!“ hrópaði Ananías og varð mikið niðri fyrir, „ég hef heyrt að þessi maður hafi valdið þeim kristnu í Jerúsalem miklum hörmungum. 14 Auk þess höfum við frétt að hann hafi umboð frá æðstu prestunum til að handtaka alla þá sem hér eru kristnir!“ 15 „Farðu og gerðu eins og ég segi þér,“ sagði Drottinn. „Ég hef útvalið Pál til að flytja þjóðum og konungum boðskap minn, svo og Ísraelsmönnum, 16 og ég mun sýna honum hve mikið hann verður að þjást mín vegna.“ 17 Ananías fór og fann Pál, lagði hendur sínar yfir hann og sagði: „Bróðir Páll, Drottinn Jesús, sem birtist þér á veginum, sendi mig hingað til þess að þú mættir fyllast heilögum anda og fengir aftur sjónina.“ 18 Jafnskjótt fékk Páll sjónina (það var eins og hreistur félli af augum hans) og hann lét skírast þegar í stað. 19 Síðan mataðist hann og styrktist. Hann dvaldist nokkra daga hjá bræðrunum í Damaskus 20 og fór í samkomuhús Gyðinga þar í borginni. Þar flutti hann öllum gleðiboðskapinn um Jesú og sagði að Jesús væri sannarlega sonur Guðs. 21 Þeir sem hlustuðu, urðu forviða og spurðu: „Er þetta ekki sá sem stóð fyrir ofsóknunum gegn fylgjendum Jesú í Jerúsalem? Okkur skildist að hann hefði komið hingað til að handtaka hina kristnu og fara með þá í fjötrum til æðstu prestanna.“ 22 En Páll varð stöðugt djarfari í predikunum sínum og Gyðingarnir í Damaskus gátu með engu móti hrakið röksemdir hans um að Jesús væri Kristur. 23 Það leið því ekki á löngu uns Gyðingarnir ákváðu að drepa hann. 24 Páll frétti af áformum þeirra. Þar á meðal því að þeir hefðu njósnara við borgarhliðin allan sólarhringinn, tilbúna að drepa hann. 25 Nokkrir þeirra, sem hann hafði leitt til Krists, komu honum út úr borginni nótt eina, með því að láta hann síga í körfu út um op á borgarmúrnum. 26 Þegar Páll kom til Jerúsalem reyndi hann að komast í samband við hina trúuðu, en þeir forðuðust hann og héldu að þar væru svik í tafli. 27 Barnabas fór þá með hann til postulanna og skýrði þeim frá hvernig Páll hefði séð Drottin á leiðinni til Damaskus, hvað Drottinn hefði sagt við hann og einnig hve djarflega hann hefði predikað um Jesú. 28 Þá tóku þeir við honum og eftir það var hann stöðugt með hinum trúuðu 29 og predikaði djarflega í nafni Drottins. Grískumælandi Gyðingar, sem hann hafði deilt við, gerðu nú samsæri um að myrða hann. 30 Trúaðir menn komust á snoðir um þessa hættu, fórn með hann til Sesareu og sendu hann þaðan til Tarsus, heimabæjar hans. 31 Um þessar mundir fékk kirkjan frið í Júdeu, Galíleu og Samaríu og óx og styrktist. Hinir trúuðu lærðu að ganga fram í undirgefni og hlýðni við Drottin og hlutu uppörvun heilags anda. 32 Pétur ferðaðist um og heimsótti kristið fólk. Í einni ferð sinni kom hann til bæjarins Lýddu. 33 Þar hitti hann mann sem hét Eneas. Hann var lamaður og hafði legið rúmfastur í átta ár. 34 Pétur gekk til hans og sagði: „Eneas! Jesús Kristur hefur læknað þig. Farðu á fætur og búðu um þig.“ Og maðurinn læknaðist á samri stundu. 35 Þegar íbúar Lýddu og Saron sáu að Eneas gat gengið, sneru þeir sér allir til Drottins. 36 Í bænum Joppe var kona að nafni Dorkas (sem þýðir hind). Hún var kristin og afar fús að hjálpa öðrum, þó sérstaklega fátækum. 37 Um þessar mundir veiktist hún og dó. Á meðan vinir hennar undirbjuggu útförina, var líkið geymt í loftherbergi einu. 38 Þegar þeir fréttu að Pétur væri í nágrannabænum Lýddu, sendu þeir tvo menn til hans, til að biðja hann um að koma til Joppe. 39 Pétur féllst á það og þegar þangað kom, var farið með hann á loftið, þar sem Dorkas lá. Herbergið var fullt af grátandi ekkjum, sem voru að sýna hver annarri yfirhafnir og flíkur, sem Dorkas hafði gert handa þeim. 40 Pétur bað þær að yfirgefa herbergið, síðan kraup hann og bað. Eftir það sneri hann sér að líkinu og sagði: „Dorkas, rístu upp!“ Þá opnaði hún augun, 41 en Pétur rétti henni höndina og reisti hana á fætur. Síðan kallaði hann á trúaða fólkið og ekkjurnar og sýndi þeim hana. 42 Fréttin barst um bæinn eins og eldur í sinu og margir tóku trú á Drottin. 43 Svo fór að Pétur dvaldist allmarga daga í Joppe og gisti hjá Símoni sútara.

In Other Versions

Acts 9 in the ANGEFD

Acts 9 in the ANTPNG2D

Acts 9 in the AS21

Acts 9 in the BAGH

Acts 9 in the BBPNG

Acts 9 in the BBT1E

Acts 9 in the BDS

Acts 9 in the BEV

Acts 9 in the BHAD

Acts 9 in the BIB

Acts 9 in the BLPT

Acts 9 in the BNT

Acts 9 in the BNTABOOT

Acts 9 in the BNTLV

Acts 9 in the BOATCB

Acts 9 in the BOATCB2

Acts 9 in the BOBCV

Acts 9 in the BOCNT

Acts 9 in the BOECS

Acts 9 in the BOGWICC

Acts 9 in the BOHCB

Acts 9 in the BOHCV

Acts 9 in the BOHLNT

Acts 9 in the BOHNTLTAL

Acts 9 in the BOICB

Acts 9 in the BOITCV

Acts 9 in the BOKCV

Acts 9 in the BOKCV2

Acts 9 in the BOKHWOG

Acts 9 in the BOKSSV

Acts 9 in the BOLCB

Acts 9 in the BOLCB2

Acts 9 in the BOMCV

Acts 9 in the BONAV

Acts 9 in the BONCB

Acts 9 in the BONLT

Acts 9 in the BONUT2

Acts 9 in the BOPLNT

Acts 9 in the BOSCB

Acts 9 in the BOSNC

Acts 9 in the BOTLNT

Acts 9 in the BOVCB

Acts 9 in the BOYCB

Acts 9 in the BPBB

Acts 9 in the BPH

Acts 9 in the BSB

Acts 9 in the CCB

Acts 9 in the CUV

Acts 9 in the CUVS

Acts 9 in the DBT

Acts 9 in the DGDNT

Acts 9 in the DHNT

Acts 9 in the DNT

Acts 9 in the ELBE

Acts 9 in the EMTV

Acts 9 in the ESV

Acts 9 in the FBV

Acts 9 in the FEB

Acts 9 in the GGMNT

Acts 9 in the GNT

Acts 9 in the HARY

Acts 9 in the HNT

Acts 9 in the IRVA

Acts 9 in the IRVB

Acts 9 in the IRVG

Acts 9 in the IRVH

Acts 9 in the IRVK

Acts 9 in the IRVM

Acts 9 in the IRVM2

Acts 9 in the IRVO

Acts 9 in the IRVP

Acts 9 in the IRVT

Acts 9 in the IRVT2

Acts 9 in the IRVU

Acts 9 in the ISVN

Acts 9 in the JSNT

Acts 9 in the KAPI

Acts 9 in the KBT1ETNIK

Acts 9 in the KBV

Acts 9 in the KJV

Acts 9 in the KNFD

Acts 9 in the LBA

Acts 9 in the LBLA

Acts 9 in the LNT

Acts 9 in the LSV

Acts 9 in the MAAL

Acts 9 in the MBV

Acts 9 in the MBV2

Acts 9 in the MHNT

Acts 9 in the MKNFD

Acts 9 in the MNG

Acts 9 in the MNT

Acts 9 in the MNT2

Acts 9 in the MRS1T

Acts 9 in the NAA

Acts 9 in the NASB

Acts 9 in the NBLA

Acts 9 in the NBS

Acts 9 in the NBVTP

Acts 9 in the NET2

Acts 9 in the NIV11

Acts 9 in the NNT

Acts 9 in the NNT2

Acts 9 in the NNT3

Acts 9 in the PDDPT

Acts 9 in the PFNT

Acts 9 in the RMNT

Acts 9 in the SBIAS

Acts 9 in the SBIBS

Acts 9 in the SBIBS2

Acts 9 in the SBICS

Acts 9 in the SBIDS

Acts 9 in the SBIGS

Acts 9 in the SBIHS

Acts 9 in the SBIIS

Acts 9 in the SBIIS2

Acts 9 in the SBIIS3

Acts 9 in the SBIKS

Acts 9 in the SBIKS2

Acts 9 in the SBIMS

Acts 9 in the SBIOS

Acts 9 in the SBIPS

Acts 9 in the SBISS

Acts 9 in the SBITS

Acts 9 in the SBITS2

Acts 9 in the SBITS3

Acts 9 in the SBITS4

Acts 9 in the SBIUS

Acts 9 in the SBIVS

Acts 9 in the SBT

Acts 9 in the SBT1E

Acts 9 in the SCHL

Acts 9 in the SNT

Acts 9 in the SUSU

Acts 9 in the SUSU2

Acts 9 in the SYNO

Acts 9 in the TBIAOTANT

Acts 9 in the TBT1E

Acts 9 in the TBT1E2

Acts 9 in the TFTIP

Acts 9 in the TFTU

Acts 9 in the TGNTATF3T

Acts 9 in the THAI

Acts 9 in the TNFD

Acts 9 in the TNT

Acts 9 in the TNTIK

Acts 9 in the TNTIL

Acts 9 in the TNTIN

Acts 9 in the TNTIP

Acts 9 in the TNTIZ

Acts 9 in the TOMA

Acts 9 in the TTENT

Acts 9 in the UBG

Acts 9 in the UGV

Acts 9 in the UGV2

Acts 9 in the UGV3

Acts 9 in the VBL

Acts 9 in the VDCC

Acts 9 in the YALU

Acts 9 in the YAPE

Acts 9 in the YBVTP

Acts 9 in the ZBP