Galatians 4 (BOILNTAP)

1 Þið vitið að ef faðir deyr og eftirlætur ungum syni sínum mikil auðæfi, þá er barnið lítið betur statt en þræll meðan það vex úr grasi, enda þótt það hafi erft allar eigur föður síns. 2 Barnið verður að gera það sem forráða- og fjárhaldsmenn þess segja, þar til það nær þeim aldri sem faðir þess tiltók. 3 Við vorum í svipaðri aðstöðu áður en Kristur kom, undir lögum og reglum Gyðinga, því við töldum það einu leiðina til hjálpræðis. 4 En þegar rétti tíminn kom, sem Guð hafði ákveðið, þá sendi hann son sinn. Hann fæddist af konu sem Gyðingur og varð að lúta öllum lögum Gyðinga, 5 til að kaupa okkur frelsi, okkur sem voru þrælar laganna, svo að hann gæti ættleitt okkur – gert okkur að börnum sínum. 6 Og fyrst við erum börn hans, þá sendi hann anda sonar síns í hjörtu okkar og því getum við nú með sanni sagt að Guð sé faðir okkar. 7 Nú erum við ekki framar þrælar, heldur börn Guðs! Fyrst við erum börn hans, þá erum við um leið erfingjar að öllum eigum hans, og það var einmitt áform Guðs. 8 Áður en þið kynntust Guði, voruð þið heiðingjar. Þið voruð þrælar svokallaðra guða sem voru ekki einu sinni til. 9 En fyrst svo var, hvers vegna viljið þið, sem funduð Guð (eða ætti ég heldur að segja að Guð hafi fundið ykkur?), þá snúa við og verða aftur þrælar máttvana og einskis nýtra trúarbragða og komast til himins fyrir hlýðni við lög Guðs? 10 Þið eruð að reyna að ná hylli Guðs með verkum ykkar eða því sem þið látið ógert tiltekna daga eða mánuði. 11 Ég óttast um ykkur. Ég óttast að allt erfiðið sem ég lagði á mig ykkar vegna, hafi verið til einskis. 12 Kæru vinir, lítið á málið frá minni hlið. Ég er jafn laus við þessa lagaáþján og þið voruð. Ekki sýnduð þið mér fyrirlitningu þegar ég flutti ykkur gleðiboðskapinn um Krist í fyrsta sinn, 13 og það þrátt fyrir að ég væri sjúkur. 14 Veikindi mín hefðu getað vakið viðbjóð ykkar, en samt sneruð þið ekki við mér bakinu né senduð mig burt. Nei! Þið tókuð við mér og önnuðust mig eins og engil frá Guði eða þá sjálfan Jesú Krist. 15 Hvað varð um þann góða anda sem þá ríkti milli okkar? Ég er viss um að þið hefðuð þá verið fúsir að taka úr ykkur augun og gefa mér, í stað minna, ef einhver hjálp hefði verið í því. 16 Er ég nú orðinn óvinur ykkar vegna þess eins að ég segi ykkur sannleikann? 17 Þessir falskennendur sem leggja ofurkapp á að fá ykkur á sitt band, eru ekki að því ykkur til góðs, heldur til að komast upp á milli ykkar og mín, svo að þið takið frekar mark á þeim. 18 Það er gott og blessað að fólk sýni ykkur vinsemd, ef það er gert af góðum hug og einlægu hjarta og ekki bara til að sýnast fyrir mér. 19 Þið hafið sært mig, börnin mín! Ykkar vegna er ég enn að taka út þjáningar móðurinnar sem bíður þess að barn hennar fæðist – og mikið þrái ég þá stund er þið að lokum verðið lík Kristi. 20 Ó, hve ég vildi geta verið hjá ykkur núna, einmitt núna, og þurfa ekki að vera að rökræða svona við ykkur. Nú er langt á milli okkar og ég veit alls ekki hvað ég á til bragðs að taka. 21 Hlustið nú vinir mínir, þið sem álítið að þið þurfið að hlýða lögum Gyðinga til að frelsast. Hvers vegna reynið þið ekki að skilja tilgang laganna? 22 Í Biblíunni segir að Abraham hafi átt tvo syni, annan með Hagar, en hún var ambátt, og hinn með Söru, frjálsborinni konu sinni. 23 Það var ekkert óvenjulegt við fæðingu barnsins sem Hagar eignaðist, en barn frjálsu konunnar fæddist samkvæmt sérstöku loforði sem Guð hafði gefið. 24 24,25 Þessi frásaga sýnir ljóslega þær tvær leiðir sem Guð fer til að hjálpa fólki. Önnur var sú að gefa því lög til að fara eftir. Það gerði hann á Sínaífjalli þegar hann gaf Móse boðorðin tíu. Sínaífjall er reyndar kallað Hagarfjall af Aröbum. Í myndinni sem ég er að draga upp, táknar Hagar, hin þrælborna kona Abrahams, Jerúsalem, höfuðborg Gyðinga, en hún er miðstöð þeirra kenninga sem segja að við getum þóknast Guði með því að hlýða boðorðunum. Og Gyðingarnir, sem aðhyllast þessa skoðun, eru börn hennar – fædd í þrældómi. 26 Okkar höfuðborg er hins vegar hin himneska Jerúsalem og sú borg er ekki þrælkuð af lögum Gyðinga. 27 Þessu spáði Jesaja er hann sagði: „Gleðstu nú, barnlausa kona! Hrópaðu af gleði, þú sem engar hefur hríðirnar haft, því að börn hinnar yfirgefnu eru fleiri en þeirrar sem manninn á.“ 28 Kæru vinir, það sama gildir um okkur og Ísak, við erum börnin sem Guð gaf loforð um að fæðast myndu. 29 Ísak, barn fyrirheitisins, var ofsóttur af Ísmael, syni þrælbornu konunnar, og á sama hátt erum við, sem fædd erum af heilögum anda, ofsótt af þeim sem vilja að við höldum lög Gyðinga. 30 Biblían segir enn fremur að Guð hafi fyrirskipað Abraham að senda ambáttina burt ásamt syni hennar, því að ekki gat sonur hennar erft eigur Abrahams ásamt syni frjálsu konunnar. 31 Kæru vinir, við erum ekki þrælabörn og því ekki skyldug að hlýða lögum Gyðinga. Við erum börn frjálsu konunnar og vegna trúarinnar erum við velþóknanleg í augum Guðs.

In Other Versions

Galatians 4 in the ANGEFD

Galatians 4 in the ANTPNG2D

Galatians 4 in the AS21

Galatians 4 in the BAGH

Galatians 4 in the BBPNG

Galatians 4 in the BBT1E

Galatians 4 in the BDS

Galatians 4 in the BEV

Galatians 4 in the BHAD

Galatians 4 in the BIB

Galatians 4 in the BLPT

Galatians 4 in the BNT

Galatians 4 in the BNTABOOT

Galatians 4 in the BNTLV

Galatians 4 in the BOATCB

Galatians 4 in the BOATCB2

Galatians 4 in the BOBCV

Galatians 4 in the BOCNT

Galatians 4 in the BOECS

Galatians 4 in the BOGWICC

Galatians 4 in the BOHCB

Galatians 4 in the BOHCV

Galatians 4 in the BOHLNT

Galatians 4 in the BOHNTLTAL

Galatians 4 in the BOICB

Galatians 4 in the BOITCV

Galatians 4 in the BOKCV

Galatians 4 in the BOKCV2

Galatians 4 in the BOKHWOG

Galatians 4 in the BOKSSV

Galatians 4 in the BOLCB

Galatians 4 in the BOLCB2

Galatians 4 in the BOMCV

Galatians 4 in the BONAV

Galatians 4 in the BONCB

Galatians 4 in the BONLT

Galatians 4 in the BONUT2

Galatians 4 in the BOPLNT

Galatians 4 in the BOSCB

Galatians 4 in the BOSNC

Galatians 4 in the BOTLNT

Galatians 4 in the BOVCB

Galatians 4 in the BOYCB

Galatians 4 in the BPBB

Galatians 4 in the BPH

Galatians 4 in the BSB

Galatians 4 in the CCB

Galatians 4 in the CUV

Galatians 4 in the CUVS

Galatians 4 in the DBT

Galatians 4 in the DGDNT

Galatians 4 in the DHNT

Galatians 4 in the DNT

Galatians 4 in the ELBE

Galatians 4 in the EMTV

Galatians 4 in the ESV

Galatians 4 in the FBV

Galatians 4 in the FEB

Galatians 4 in the GGMNT

Galatians 4 in the GNT

Galatians 4 in the HARY

Galatians 4 in the HNT

Galatians 4 in the IRVA

Galatians 4 in the IRVB

Galatians 4 in the IRVG

Galatians 4 in the IRVH

Galatians 4 in the IRVK

Galatians 4 in the IRVM

Galatians 4 in the IRVM2

Galatians 4 in the IRVO

Galatians 4 in the IRVP

Galatians 4 in the IRVT

Galatians 4 in the IRVT2

Galatians 4 in the IRVU

Galatians 4 in the ISVN

Galatians 4 in the JSNT

Galatians 4 in the KAPI

Galatians 4 in the KBT1ETNIK

Galatians 4 in the KBV

Galatians 4 in the KJV

Galatians 4 in the KNFD

Galatians 4 in the LBA

Galatians 4 in the LBLA

Galatians 4 in the LNT

Galatians 4 in the LSV

Galatians 4 in the MAAL

Galatians 4 in the MBV

Galatians 4 in the MBV2

Galatians 4 in the MHNT

Galatians 4 in the MKNFD

Galatians 4 in the MNG

Galatians 4 in the MNT

Galatians 4 in the MNT2

Galatians 4 in the MRS1T

Galatians 4 in the NAA

Galatians 4 in the NASB

Galatians 4 in the NBLA

Galatians 4 in the NBS

Galatians 4 in the NBVTP

Galatians 4 in the NET2

Galatians 4 in the NIV11

Galatians 4 in the NNT

Galatians 4 in the NNT2

Galatians 4 in the NNT3

Galatians 4 in the PDDPT

Galatians 4 in the PFNT

Galatians 4 in the RMNT

Galatians 4 in the SBIAS

Galatians 4 in the SBIBS

Galatians 4 in the SBIBS2

Galatians 4 in the SBICS

Galatians 4 in the SBIDS

Galatians 4 in the SBIGS

Galatians 4 in the SBIHS

Galatians 4 in the SBIIS

Galatians 4 in the SBIIS2

Galatians 4 in the SBIIS3

Galatians 4 in the SBIKS

Galatians 4 in the SBIKS2

Galatians 4 in the SBIMS

Galatians 4 in the SBIOS

Galatians 4 in the SBIPS

Galatians 4 in the SBISS

Galatians 4 in the SBITS

Galatians 4 in the SBITS2

Galatians 4 in the SBITS3

Galatians 4 in the SBITS4

Galatians 4 in the SBIUS

Galatians 4 in the SBIVS

Galatians 4 in the SBT

Galatians 4 in the SBT1E

Galatians 4 in the SCHL

Galatians 4 in the SNT

Galatians 4 in the SUSU

Galatians 4 in the SUSU2

Galatians 4 in the SYNO

Galatians 4 in the TBIAOTANT

Galatians 4 in the TBT1E

Galatians 4 in the TBT1E2

Galatians 4 in the TFTIP

Galatians 4 in the TFTU

Galatians 4 in the TGNTATF3T

Galatians 4 in the THAI

Galatians 4 in the TNFD

Galatians 4 in the TNT

Galatians 4 in the TNTIK

Galatians 4 in the TNTIL

Galatians 4 in the TNTIN

Galatians 4 in the TNTIP

Galatians 4 in the TNTIZ

Galatians 4 in the TOMA

Galatians 4 in the TTENT

Galatians 4 in the UBG

Galatians 4 in the UGV

Galatians 4 in the UGV2

Galatians 4 in the UGV3

Galatians 4 in the VBL

Galatians 4 in the VDCC

Galatians 4 in the YALU

Galatians 4 in the YAPE

Galatians 4 in the YBVTP

Galatians 4 in the ZBP