John 4 (BOILNTAP)

1 Þegar Drottni varð ljóst að farísearnir hefðu frétt að hann fengi fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes 2 (Jesús skírði þó ekki sjálfur heldur lærisveinar hans), 3 þá yfirgaf hann Júdeu og hélt aftur til Galíleu. 4 Á leiðinni þurfti hann að fara um Samaríu. 5 5,6 Um hádegi kom hann í Samverjaþorp sem Síkar heitir, nálægt landi því sem Jakob gaf Jósef syni sínum, en þar er Jakobsbrunnur. Jesús var orðinn þreyttur eftir langa göngu og settist því við brunninn. 7 Í sama bili kom þar að samversk kona til þess að sækja vatn. Jesús bað hana að gefa sér að drekka. 8 Hann var einn þessa stundina, því að lærisveinar hans höfðu farið inn í þorpið til að kaupa mat. 9 Konan varð undrandi á að Gyðingur skyldi biðja hana – konu og Samverja – um nokkuð, því að Gyðingar virtu þá ekki viðlits. Hún hafði orð á þessu við Jesú. 10 Hann svaraði: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er sem biður þig um vatn að drekka, mundir þú biðja mig að gefa þér lifandi vatn.“ 11 „Þú hefur hvorki reipi né fötu og þessi brunnur er mjög djúpur,“ sagði hún, „hvar ætlar þú að ná í þetta lifandi vatn? 12 Ertu kannski meiri en Jakob forfaðir okkar, sem gaf okkur þennan brunn? Og hvernig ætlar þú að bjóða betra vatn en það sem hann sjálfur drakk og synir hans og kvikfé?“ 13 Jesús svaraði henni og sagði að fólk þyrsti fljótlega aftur, þótt það drykki þetta vatn. 14 „En,“ bætti hann við, „vatnið sem ég gef, verður að lind hið innra með þeim og veitir eilífa svölun.“ 15 „Herra,“ sagði konan, „gefðu mér þetta vatn svo að ég verði aldrei þyrst og þurfi ekki að fara hingað daglega eftir vatni.“ 16 „Farðu og náðu í manninn þinn,“ sagði Jesús. 17 17,18 „Ég er ekki gift,“ svaraði konan.„Satt er það,“ svaraði Jesús, „þú hefur átt fimm menn og þú ert ekki einu sinni gift þeim sem þú býrð með núna.“ 19 „Herra,“ sagði konan, „þú hlýtur að vera spámaður, 20 en segðu mér, af hverju segið þið, Gyðingar, að Jerúsalem sé eini staðurinn þar sem eigi að tilbiðja Guð? Við Samverjar höldum því fram að rétti staðurinn sé hér á Gerasímfjalli, þar sem forfeður okkar tilbáðu.“ 21 21-24 „Kona,“ svaraði Jesús, „sá tími kemur, þegar ekki skiptir máli hvort við tilbiðjum föðurinn hér eða í Jerúsalem. Spurningin er ekki hvar við tilbiðjum, heldur hvernig. Hverjum manni er nauðsynlegt að fá hjálp heilags anda til að geta tilbeðið Guð á réttan hátt og eftir hans vilja. Þið Samverjar biðjið í blindni, af því að þið þekkið hann ekki nema að litlu leyti, en við Gyðingar þekkjum hann því að heimurinn fær hjálpræðið frá okkur.“ 25 „Ja-á,“ svaraði konan, „ég veit að Kristur kemur – Messías, eins og þið kallið hann – og þegar hann kemur mun hann útskýra þetta allt fyrir okkur.“ 26 Þá sagði Jesús: „Ég er hann sem við þig tala.“ 27 Rétt í þessu komu lærisveinar hans þar að. Þeir urðu undrandi að sjá hann á tali við konu, en enginn þeirra spurði hann þó hvers vegna eða um hvað þau hefðu verið að tala. 28 28,29 Konan lagði vatnskrúsina frá sér við brunninn, fór inn í þorpið og sagði við alla: „Komið! Sjáið manninn sem sagði mér allt, sem ég hef aðhafst! Ef til vill er hann Kristur!“ 30 Og fólkið streymdi út úr þorpinu til að hitta Jesú. 31 Meðan á þessu stóð hvöttu lærisveinarnir Jesú til að fá sér að borða, 32 en hann svaraði: „Nei, ég hef mat sem þið vitið ekki um.“ 33 „Hver gaf honum mat?“ spurðu lærisveinarnir hver annan. 34 Jesús útskýrði þetta og sagði: „Minn matur er að gera vilja Guðs, sem sendi mig, og fullkomna hans verk. 35 Haldið þið að uppskeran hefjist ekki fyrr en í lok sumars, eða eftir fjóra mánuði? Lítið í kring um ykkur! Hvert sem litið er eru víðáttumiklir akrar, tilbúnir til uppskeru. 36 Sá sem uppsker fær laun og safnar ávöxtum til eilífs lífs, til þess að bæði sá sem sáir og sá sem uppsker geti glaðst saman. 37 Einn sáir en annar uppsker. 38 Ég sendi ykkur til að uppskera þar sem þið hafið ekki sáð, aðrir hafa erfiðað, en þið fáið að bjarga uppskerunni.“ 39 Margir úr þessu samverska þorpi trúðu nú að Jesús væri Kristur vegna orða konunnar sem vitnaði: „Hann sagði mér allt sem ég hef aðhafst!“ 40 40,41 Fólkið kom út að brunninum til hans og bað hann að staldra við hjá sér. Hann dvaldist því þar í tvo daga, og miklu fleiri tóku trú eftir að hafa hlustað á hann. 42 Og við konuna sagði fólkið: „Það er ekki framar fyrir þín orð að við trúum, því að við höfum sjálf heyrt og vitum að þessi maður er í sannleika frelsari heimsins.“ 43 43,44 Eftir tvo daga hélt Jesús áfram til Galíleu. Hann hafði áður sagt: „Spámaður er alls staðar mikils metinn nema í sínum heimahögum.“ 45 En fólkið í Galíleu tók honum samt vel, enda hafði það verið á páskahátíðinni í Jerúsalem og séð sum kraftaverka hans. 46 46,47 Á leið sinni um Galíleu kom Jesús til Kana, bæjarins þar sem hann hafði áður breytt vatninu í vín. Meðan hann var þar frétti embættismaður nokkur, sem bjó í Kapernaum, að Jesús væri kominn frá Júdeu. Sonur þessa manns var veikur og því fór faðirinn til Kana til að finna Jesú. Hann sárbað Jesú að koma með sér til Kapernaum og lækna son sinn, sem var nær dauða en lífi. 48 Jesús spurði hann: „Hvers vegna er það, getið þið ekki trúað nema þið fáið stöðugt að sjá ný kraftaverk?“ 49 En embættismaðurinn bað hann og sagði: „Herra, komdu áður en barnið mitt deyr!“ 50 Þá sagði Jesús: „Farðu heim til þín, sonur þinn lifir:“ Maðurinn trúði honum og lagði af stað heim. 51 Á leiðinni mætti hann einum þjóna sinna, sem sagði honum þær gleðifréttir að syni hans væri batnað. 52 Þá spurði maðurinn hvenær honum hefði farið að batna og svarið var: „Um eittleytið í gær fór hitinn skyndilega úr honum!“ 53 Þá mundi faðirinn að það var einmitt á þeirri stundu sem Jesús hafði sagt við hann: „Sonur þinn lifir.“ Þetta varð til þess að embættismaðurinn og allt hans heimafólk tók trú á Jesú. 54 Þetta var annað kraftaverkið sem Jesús vann í Galíleu, en það gerði hann við heimkomuna frá Júdeu.

In Other Versions

John 4 in the ANGEFD

John 4 in the ANTPNG2D

John 4 in the AS21

John 4 in the BAGH

John 4 in the BBPNG

John 4 in the BBT1E

John 4 in the BDS

John 4 in the BEV

John 4 in the BHAD

John 4 in the BIB

John 4 in the BLPT

John 4 in the BNT

John 4 in the BNTABOOT

John 4 in the BNTLV

John 4 in the BOATCB

John 4 in the BOATCB2

John 4 in the BOBCV

John 4 in the BOCNT

John 4 in the BOECS

John 4 in the BOGWICC

John 4 in the BOHCB

John 4 in the BOHCV

John 4 in the BOHLNT

John 4 in the BOHNTLTAL

John 4 in the BOICB

John 4 in the BOITCV

John 4 in the BOKCV

John 4 in the BOKCV2

John 4 in the BOKHWOG

John 4 in the BOKSSV

John 4 in the BOLCB

John 4 in the BOLCB2

John 4 in the BOMCV

John 4 in the BONAV

John 4 in the BONCB

John 4 in the BONLT

John 4 in the BONUT2

John 4 in the BOPLNT

John 4 in the BOSCB

John 4 in the BOSNC

John 4 in the BOTLNT

John 4 in the BOVCB

John 4 in the BOYCB

John 4 in the BPBB

John 4 in the BPH

John 4 in the BSB

John 4 in the CCB

John 4 in the CUV

John 4 in the CUVS

John 4 in the DBT

John 4 in the DGDNT

John 4 in the DHNT

John 4 in the DNT

John 4 in the ELBE

John 4 in the EMTV

John 4 in the ESV

John 4 in the FBV

John 4 in the FEB

John 4 in the GGMNT

John 4 in the GNT

John 4 in the HARY

John 4 in the HNT

John 4 in the IRVA

John 4 in the IRVB

John 4 in the IRVG

John 4 in the IRVH

John 4 in the IRVK

John 4 in the IRVM

John 4 in the IRVM2

John 4 in the IRVO

John 4 in the IRVP

John 4 in the IRVT

John 4 in the IRVT2

John 4 in the IRVU

John 4 in the ISVN

John 4 in the JSNT

John 4 in the KAPI

John 4 in the KBT1ETNIK

John 4 in the KBV

John 4 in the KJV

John 4 in the KNFD

John 4 in the LBA

John 4 in the LBLA

John 4 in the LNT

John 4 in the LSV

John 4 in the MAAL

John 4 in the MBV

John 4 in the MBV2

John 4 in the MHNT

John 4 in the MKNFD

John 4 in the MNG

John 4 in the MNT

John 4 in the MNT2

John 4 in the MRS1T

John 4 in the NAA

John 4 in the NASB

John 4 in the NBLA

John 4 in the NBS

John 4 in the NBVTP

John 4 in the NET2

John 4 in the NIV11

John 4 in the NNT

John 4 in the NNT2

John 4 in the NNT3

John 4 in the PDDPT

John 4 in the PFNT

John 4 in the RMNT

John 4 in the SBIAS

John 4 in the SBIBS

John 4 in the SBIBS2

John 4 in the SBICS

John 4 in the SBIDS

John 4 in the SBIGS

John 4 in the SBIHS

John 4 in the SBIIS

John 4 in the SBIIS2

John 4 in the SBIIS3

John 4 in the SBIKS

John 4 in the SBIKS2

John 4 in the SBIMS

John 4 in the SBIOS

John 4 in the SBIPS

John 4 in the SBISS

John 4 in the SBITS

John 4 in the SBITS2

John 4 in the SBITS3

John 4 in the SBITS4

John 4 in the SBIUS

John 4 in the SBIVS

John 4 in the SBT

John 4 in the SBT1E

John 4 in the SCHL

John 4 in the SNT

John 4 in the SUSU

John 4 in the SUSU2

John 4 in the SYNO

John 4 in the TBIAOTANT

John 4 in the TBT1E

John 4 in the TBT1E2

John 4 in the TFTIP

John 4 in the TFTU

John 4 in the TGNTATF3T

John 4 in the THAI

John 4 in the TNFD

John 4 in the TNT

John 4 in the TNTIK

John 4 in the TNTIL

John 4 in the TNTIN

John 4 in the TNTIP

John 4 in the TNTIZ

John 4 in the TOMA

John 4 in the TTENT

John 4 in the UBG

John 4 in the UGV

John 4 in the UGV2

John 4 in the UGV3

John 4 in the VBL

John 4 in the VDCC

John 4 in the YALU

John 4 in the YAPE

John 4 in the YBVTP

John 4 in the ZBP