Acts 8 (BOILNTAP)

1 Páli líkaði vel líflát Stefáns og þennan sama dag hófst mikil ofsókn gegn kirkjunni í Jerúsalem. Allir hinir trúuðu, nema postularnir, flýðu þá út um byggðir Júdeu og Samaríu. 2 Nokkrir guðræknir Gyðingar tóku lík Stefáns og grófu með miklum söknuði. 3 Páll varð nú enn ákveðnari en áður í að útrýma hinum trúuðu. Hann æddi um og fór jafnvel inn á einkaheimili, dró þaðan bæði karla og konur og lét varpa þeim í fangelsi. 4 Trúaða fólkið, sem flúið hafði Jerúsalem, fór nú víða og boðaði fagnaðarerindið um Jesú. 5 Filippus fór til dæmis til borgarinnar í Samaríu og sagði fólkinu þar frá Kristi. 6 Menn hlustuðu með athygli á mál hans, 7 einkum vegna kraftaverkanna sem hann vann. Margir illir andar voru reknir út – þeir yfirgáfu fórnarlömb sín með miklum óhljóðum. Fjöldi lamaðra og bæklaðra hlaut einnig lækningu, 8 og sannkallaður fögnuður ríkti í borginni. 9 9-11 Maður nokkur hét Símon. Hann hafði verið galdramaður árum saman og mjög áhrifamikill. Leit hann stórt á sig vegna galdranna sem hann vann. Sumt fólk í Samaríu talaði jafnvel um hann sem sinn Krist. 12 Nú trúði fólkið hins vegar orðum Filippusar, að Jesús væri Kristur. Einnig trúði það orðum hans um guðsríkið og fjöldi karla og kvenna tók skírn. 13 Símon tók líka trú, var skírður og fylgdi síðan Filippusi hvert sem hann fór, undrandi á kraftaverkunum sem hann vann. 14 Þegar postularnir í Jerúsalem fréttu að íbúar Samaríu hefðu tekið við boðskap Guðs, sendu þeir þangað Pétur og Jóhannes. 15 Við komuna fóru þeir að biðja fyrir hinum nýkristnu, að þeir mættu taka á móti heilögum anda, 16 því að enn hafði hann ekki komið yfir neinn þeirra, þó þeir hefðu verið skírðir í nafni Drottins Jesú. 17 Og Pétur og Jóhannes lögðu hendur yfir þá sem trúðu, og fengu þeir þá heilagan anda. 18 Þegar Símon sá að fólkið hlaut heilagan anda við handayfirlagningu postulanna, kom hann með peninga og vildi kaupa þennan kraft. 19 „Leyfið mér líka að eignast þennan kraft,“ bað hann, „svo að ég geti einnig lagt hendur yfir fólk og það fengið heilagan anda.“ 20 Pétur svaraði: „Fé þitt verði að engu, né þú sjálfur, fyrst þú heldur að hægt sé að kaupa gjöf Guðs fyrir peninga! 21 Þú getur ekki tekið þátt í þessu, því að þú ert ekki einlægur gagnvart Guði. 22 Snúðu þér frá illsku þinni og biddu Guð að fyrirgefa þér þessa vondu hugmynd þína. 23 Ég finn að þú ert afbrýðisamur og það er synd.“ 24 „Æ, biddu til Drottins fyrir mér!“ hrópaði Símon, „að ekkert af því komi yfir mig, sem þú sagðir!“ 25 Þegar Pétur og Jóhannes höfðu vitnað og predikað í Samaríu, fóru þeir aftur til Jerúsalem. Á heimleiðinni komu þeir við í nokkrum samverskum bæjum og þar fluttu þeir einnig gleðiboðskapinn. 26 En varðandi Filippus, þá sagði engill frá Drottni við hann: „Farðu veginn sem liggur frá Jerúsalem og niður til Gasa – hann liggur um eyðimörk – og vertu kominn þangað um hádegisbilið.“ 27 Það gerði hann og þá var þar á ferð sjálfur fjármálaráðherra Eþíópíu. Sá var í miklu áliti hjá Kandake Eþíópíudrottningu. Hann hafði farið til Jerúsalem, til að biðjast fyrir í musterinu, 28 en var nú á heimleið í vagni sínum og las upphátt úr spádómsbók Jesaja. 29 Þá sagði heilagur andi við Filippus: „Flýttu þér til hans og gakktu við hliðina á vagninum.“ 30 Filippus hlýddi og þegar hann var kominn að vagninum, heyrði hann hvað maðurinn var að lesa. „Skilur þú þetta?“ spurði Filippus. 31 „Nei, sannarlega ekki.“ svaraði maðurinn. „Hvernig ætti ég að geta það? Ég hef engan til að útskýra það fyrir mér.“ Síðan bauð hann Filippusi að koma upp í vagninn og setjast hjá sér. 32 Kaflinn, sem hann var að lesa, var þannig: „Eins og lamb var hann leiddur til slátrunar og eins og kind þegir hjá þeim er klippir hana, þannig lauk hann ekki upp munni sínum. 33 Hann var auðmýktur og réttur hans frá honum tekinn. Endir var bundinn á ævi hans – hver getur lýst illsku samtíðar hans?“ 34 Maðurinn spurði nú Filippus: „Átti Jesaja hér við sjálfan sig eða einhvern annan?“ 35 Filippus útskýrði þá ritningarstaðinn og benti honum á marga aðra til að fræða hann um Jesú. 36 Þegar þeir höfðu ekið nokkurn spöl, komu þeir að litlu vatni. „Sjáðu!“ sagði maðurinn. „Þarna er vatn. Getur þú ekki skírt mig hér?“ 37 „Jú, það get ég, ef þú trúir af öllu hjarta,“ svaraði Filippus.Þá sagði hinn: „Ég trúi að Jesús Kristur sé sonur Guðs.“ 38 Síðan stöðvaði hann vagninn, þeir stigu út í vatnið og Filippus skírði hann. 39 Þegar þeir komu upp úr vatninu, hreif andi Drottins Filippus burt, og maðurinn sá hann ekki framar, en hélt leiðar sinnar fagnandi. 40 Seinna kom Filippus fram í Asdód, og einnig þar flutti hann fagnaðarerindið, svo og í öllum bæjum á leið sinni til Sesareu.

In Other Versions

Acts 8 in the ANGEFD

Acts 8 in the ANTPNG2D

Acts 8 in the AS21

Acts 8 in the BAGH

Acts 8 in the BBPNG

Acts 8 in the BBT1E

Acts 8 in the BDS

Acts 8 in the BEV

Acts 8 in the BHAD

Acts 8 in the BIB

Acts 8 in the BLPT

Acts 8 in the BNT

Acts 8 in the BNTABOOT

Acts 8 in the BNTLV

Acts 8 in the BOATCB

Acts 8 in the BOATCB2

Acts 8 in the BOBCV

Acts 8 in the BOCNT

Acts 8 in the BOECS

Acts 8 in the BOGWICC

Acts 8 in the BOHCB

Acts 8 in the BOHCV

Acts 8 in the BOHLNT

Acts 8 in the BOHNTLTAL

Acts 8 in the BOICB

Acts 8 in the BOITCV

Acts 8 in the BOKCV

Acts 8 in the BOKCV2

Acts 8 in the BOKHWOG

Acts 8 in the BOKSSV

Acts 8 in the BOLCB

Acts 8 in the BOLCB2

Acts 8 in the BOMCV

Acts 8 in the BONAV

Acts 8 in the BONCB

Acts 8 in the BONLT

Acts 8 in the BONUT2

Acts 8 in the BOPLNT

Acts 8 in the BOSCB

Acts 8 in the BOSNC

Acts 8 in the BOTLNT

Acts 8 in the BOVCB

Acts 8 in the BOYCB

Acts 8 in the BPBB

Acts 8 in the BPH

Acts 8 in the BSB

Acts 8 in the CCB

Acts 8 in the CUV

Acts 8 in the CUVS

Acts 8 in the DBT

Acts 8 in the DGDNT

Acts 8 in the DHNT

Acts 8 in the DNT

Acts 8 in the ELBE

Acts 8 in the EMTV

Acts 8 in the ESV

Acts 8 in the FBV

Acts 8 in the FEB

Acts 8 in the GGMNT

Acts 8 in the GNT

Acts 8 in the HARY

Acts 8 in the HNT

Acts 8 in the IRVA

Acts 8 in the IRVB

Acts 8 in the IRVG

Acts 8 in the IRVH

Acts 8 in the IRVK

Acts 8 in the IRVM

Acts 8 in the IRVM2

Acts 8 in the IRVO

Acts 8 in the IRVP

Acts 8 in the IRVT

Acts 8 in the IRVT2

Acts 8 in the IRVU

Acts 8 in the ISVN

Acts 8 in the JSNT

Acts 8 in the KAPI

Acts 8 in the KBT1ETNIK

Acts 8 in the KBV

Acts 8 in the KJV

Acts 8 in the KNFD

Acts 8 in the LBA

Acts 8 in the LBLA

Acts 8 in the LNT

Acts 8 in the LSV

Acts 8 in the MAAL

Acts 8 in the MBV

Acts 8 in the MBV2

Acts 8 in the MHNT

Acts 8 in the MKNFD

Acts 8 in the MNG

Acts 8 in the MNT

Acts 8 in the MNT2

Acts 8 in the MRS1T

Acts 8 in the NAA

Acts 8 in the NASB

Acts 8 in the NBLA

Acts 8 in the NBS

Acts 8 in the NBVTP

Acts 8 in the NET2

Acts 8 in the NIV11

Acts 8 in the NNT

Acts 8 in the NNT2

Acts 8 in the NNT3

Acts 8 in the PDDPT

Acts 8 in the PFNT

Acts 8 in the RMNT

Acts 8 in the SBIAS

Acts 8 in the SBIBS

Acts 8 in the SBIBS2

Acts 8 in the SBICS

Acts 8 in the SBIDS

Acts 8 in the SBIGS

Acts 8 in the SBIHS

Acts 8 in the SBIIS

Acts 8 in the SBIIS2

Acts 8 in the SBIIS3

Acts 8 in the SBIKS

Acts 8 in the SBIKS2

Acts 8 in the SBIMS

Acts 8 in the SBIOS

Acts 8 in the SBIPS

Acts 8 in the SBISS

Acts 8 in the SBITS

Acts 8 in the SBITS2

Acts 8 in the SBITS3

Acts 8 in the SBITS4

Acts 8 in the SBIUS

Acts 8 in the SBIVS

Acts 8 in the SBT

Acts 8 in the SBT1E

Acts 8 in the SCHL

Acts 8 in the SNT

Acts 8 in the SUSU

Acts 8 in the SUSU2

Acts 8 in the SYNO

Acts 8 in the TBIAOTANT

Acts 8 in the TBT1E

Acts 8 in the TBT1E2

Acts 8 in the TFTIP

Acts 8 in the TFTU

Acts 8 in the TGNTATF3T

Acts 8 in the THAI

Acts 8 in the TNFD

Acts 8 in the TNT

Acts 8 in the TNTIK

Acts 8 in the TNTIL

Acts 8 in the TNTIN

Acts 8 in the TNTIP

Acts 8 in the TNTIZ

Acts 8 in the TOMA

Acts 8 in the TTENT

Acts 8 in the UBG

Acts 8 in the UGV

Acts 8 in the UGV2

Acts 8 in the UGV3

Acts 8 in the VBL

Acts 8 in the VDCC

Acts 8 in the YALU

Acts 8 in the YAPE

Acts 8 in the YBVTP

Acts 8 in the ZBP