John 14 (BOILNTAP)

1 „Látið ekki óttann ná tökum á ykkur. Treystið Guði og treystið mér. 2 2,3 Heima hjá föður mínum eru margar vistarverur og ég ætla að búa þær undir komu ykkar. Þegar allt er reiðubúið, kem ég aftur og sæki ykkur, svo að þið getið verið hjá mér alla tíð. Ef þessu væri öðruvísi varið, hefði ég sagt ykkur það. 4 En nú vitið þið hvert ég fer og hvernig á að komast þangað.“ 5 „Nei, það vitum við ekki,“ sagði Tómas. „Við höfum ekki hugmynd um hvert þú ætlar, og hvernig ættum við þá að rata þangað?“ 6 Jesús svaraði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemst til föðurins nema hann trúi á mig. 7 Ef þið hafið þekkt mig, þá þekkið þið einnig föður minn. Héðan í frá þekkið þið hann og hafið þegar séð hann.“ 8 „Herra,“ sagði Filippus, „sýndu okkur föðurinn og það nægir okkur.“ 9 „Filippus,“ svaraði Jesús, „þekkir þú mig ekki enn, eftir allan þennan tíma sem við höfum verið saman? Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvers vegna biður þú þá um að fá að sjá hann? 10 Trúir þú ekki að ég sé í föðurnum og faðirinn í mér? Það sem ég segi, er ekki frá eigin brjósti, heldur frá föðurnum sem í mér er og vinnur verk sitt í gegnum mig. 11 Trúið þessu: Ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þið eigið erfitt með að trúa því, þá minnist allra kraftaverkanna sem þið hafið séð mig gera. 12 12,13 Ég segi ykkur satt: Sá sem á mig trúir, mun gera sömu kraftaverk og þau sem ég gerði, og jafnvel enn meiri, því að ég fer til föðurins. Hvað sem þið biðjið föðurinn um, mun ég gera ef þið biðjið hann um það í mínu nafni. Allt það sem ég, sonurinn, geri fyrir ykkur, verður föður mínum til vegsemdar. 14 Biðjið um hvað sem þið viljið og notið nafn mitt, og þá mun ég svara bæn ykkar. 15 15,16 Ef þið elskið mig, hlýðið þá orðum mínum. Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa ykkur annan hjálpara, sem aldrei yfirgefur ykkur. 17 Þessi hjálpari er heilagur andi. Andinn sem leiðir menn í allan sannleikann. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum, því heimurinn leitar hans ekki og þekkir hann ekki heldur. En þið þekkið hann, því að hann lifir í ykkur og er með ykkur. 18 Ég mun ekki sleppa af ykkur hendinni né skilja ykkur eina eftir; ég kem til ykkar. 19 Innan skamms yfirgef ég þennan heim en ég verð samt með ykkur, því að ég lifi og þið munuð lifa. 20 Þegar ég er risinn upp frá dauðum, munuð þið skilja að ég er í föður mínum, þið í mér, og ég í ykkur. 21 Sá sem hlýðir mér, elskar mig og vegna þess að hann elskar mig, mun faðir minn elska hann, og ég mun elska hann og sjálfur birtast honum.“ 22 Júdas (ekki Júdas Ískaríot, heldur nafni hans) sagði þá við hann: „Herra, hvers vegna vilt þú einungis opinbera þig fyrir okkur, lærisveinunum, en ekki fyrir heiminum?“ 23 „Vegna þess að ég vil aðeins opinbera mig þeim sem elska mig og hlýða mér,“ svaraði Jesús. Síðan bætti hann við: „Faðirinn mun einnig elska þá og við munum koma til þeirra og búa hjá þeim. 24 Sá sem óhlýðnast mér, sýnir þar með að hann elskar mig ekki. Takið eftir, að þetta svar við spurningu ykkar er ekki mitt svar, heldur föðurins sem sendi mig. 25 Þetta segi ég ykkur nú meðan ég er hjá ykkur. 26 En þegar faðirinn sendir ykkur hjálparann í minn stað – og þegar ég tala um hjálparann, þá á ég við heilagan anda – þá mun hann, andinn, fræða ykkur um margt og minna ykkur á allt sem ég hef sagt ykkur. 27 Frið skil ég eftir hjá ykkur, minn frið gef ég ykkur. Minn friður er ekki hverfull eins og sá friður sem heimurinn gefur, verið því hvorki kvíðafullir né hræddir. 28 Minnist orða minna: Ég fer burt, en ég kem aftur til ykkar. Ef þið elskið mig í raun og veru, þá samgleðjist þið mér, því nú fæ ég að fara til föðurins, hans sem mér er æðri. 29 Þetta segi ég ykkur fyrir fram, svo að þið trúið, þegar það gerist. 30 Tíminn sem ég hef til að ræða þetta við ykkur styttist óðum, því að hinn illi höfðingi þessa heims er á næsta leiti. Hann hefur ekki vald yfir mér, 31 en ég vil gera vilja föðurins, svo að heimurinn fái að vita að ég elska föðurinn. Standið upp, við skulum fara.“

In Other Versions

John 14 in the ANGEFD

John 14 in the ANTPNG2D

John 14 in the AS21

John 14 in the BAGH

John 14 in the BBPNG

John 14 in the BBT1E

John 14 in the BDS

John 14 in the BEV

John 14 in the BHAD

John 14 in the BIB

John 14 in the BLPT

John 14 in the BNT

John 14 in the BNTABOOT

John 14 in the BNTLV

John 14 in the BOATCB

John 14 in the BOATCB2

John 14 in the BOBCV

John 14 in the BOCNT

John 14 in the BOECS

John 14 in the BOGWICC

John 14 in the BOHCB

John 14 in the BOHCV

John 14 in the BOHLNT

John 14 in the BOHNTLTAL

John 14 in the BOICB

John 14 in the BOITCV

John 14 in the BOKCV

John 14 in the BOKCV2

John 14 in the BOKHWOG

John 14 in the BOKSSV

John 14 in the BOLCB

John 14 in the BOLCB2

John 14 in the BOMCV

John 14 in the BONAV

John 14 in the BONCB

John 14 in the BONLT

John 14 in the BONUT2

John 14 in the BOPLNT

John 14 in the BOSCB

John 14 in the BOSNC

John 14 in the BOTLNT

John 14 in the BOVCB

John 14 in the BOYCB

John 14 in the BPBB

John 14 in the BPH

John 14 in the BSB

John 14 in the CCB

John 14 in the CUV

John 14 in the CUVS

John 14 in the DBT

John 14 in the DGDNT

John 14 in the DHNT

John 14 in the DNT

John 14 in the ELBE

John 14 in the EMTV

John 14 in the ESV

John 14 in the FBV

John 14 in the FEB

John 14 in the GGMNT

John 14 in the GNT

John 14 in the HARY

John 14 in the HNT

John 14 in the IRVA

John 14 in the IRVB

John 14 in the IRVG

John 14 in the IRVH

John 14 in the IRVK

John 14 in the IRVM

John 14 in the IRVM2

John 14 in the IRVO

John 14 in the IRVP

John 14 in the IRVT

John 14 in the IRVT2

John 14 in the IRVU

John 14 in the ISVN

John 14 in the JSNT

John 14 in the KAPI

John 14 in the KBT1ETNIK

John 14 in the KBV

John 14 in the KJV

John 14 in the KNFD

John 14 in the LBA

John 14 in the LBLA

John 14 in the LNT

John 14 in the LSV

John 14 in the MAAL

John 14 in the MBV

John 14 in the MBV2

John 14 in the MHNT

John 14 in the MKNFD

John 14 in the MNG

John 14 in the MNT

John 14 in the MNT2

John 14 in the MRS1T

John 14 in the NAA

John 14 in the NASB

John 14 in the NBLA

John 14 in the NBS

John 14 in the NBVTP

John 14 in the NET2

John 14 in the NIV11

John 14 in the NNT

John 14 in the NNT2

John 14 in the NNT3

John 14 in the PDDPT

John 14 in the PFNT

John 14 in the RMNT

John 14 in the SBIAS

John 14 in the SBIBS

John 14 in the SBIBS2

John 14 in the SBICS

John 14 in the SBIDS

John 14 in the SBIGS

John 14 in the SBIHS

John 14 in the SBIIS

John 14 in the SBIIS2

John 14 in the SBIIS3

John 14 in the SBIKS

John 14 in the SBIKS2

John 14 in the SBIMS

John 14 in the SBIOS

John 14 in the SBIPS

John 14 in the SBISS

John 14 in the SBITS

John 14 in the SBITS2

John 14 in the SBITS3

John 14 in the SBITS4

John 14 in the SBIUS

John 14 in the SBIVS

John 14 in the SBT

John 14 in the SBT1E

John 14 in the SCHL

John 14 in the SNT

John 14 in the SUSU

John 14 in the SUSU2

John 14 in the SYNO

John 14 in the TBIAOTANT

John 14 in the TBT1E

John 14 in the TBT1E2

John 14 in the TFTIP

John 14 in the TFTU

John 14 in the TGNTATF3T

John 14 in the THAI

John 14 in the TNFD

John 14 in the TNT

John 14 in the TNTIK

John 14 in the TNTIL

John 14 in the TNTIN

John 14 in the TNTIP

John 14 in the TNTIZ

John 14 in the TOMA

John 14 in the TTENT

John 14 in the UBG

John 14 in the UGV

John 14 in the UGV2

John 14 in the UGV3

John 14 in the VBL

John 14 in the VDCC

John 14 in the YALU

John 14 in the YAPE

John 14 in the YBVTP

John 14 in the ZBP