Luke 24 (BOILNTAP)

1 Mjög snemma á sunnudagsmorgni fóru konurnar með smyrslin til grafarinnar. 2 Þá sáu þær að stóra steininum, sem var fyrir grafardyrunum, hafði verið velt frá. 3 Þær fóru inn í gröfina og sáu að líkami Drottins Jesú var horfinn. 4 Þær skildu ekkert í þessu og reyndu að ímynda sér hvað orðið hefði um hann. En skyndilega birtust tveir menn hjá þeim, í skínandi hvítum klæðum, svo að þær fengu ofbirtu í augun. 5 Þær urðu skelfingu lostnar, hneigðu sig og huldu andlit sín.Mennirnir spurðu: „Hvers vegna leitið þið hans sem er lifandi, meðal hinna dauðu? 6 6,7 Hann er ekki hér. Hann er upprisinn! Munið þið ekki hvað hann sagði við ykkur í Galíleu. Að Kristur yrði svikinn í hendur vondra manna, sem myndu krossfesta hann, en eftir það mundi hann rísa upp á þriðja degi.“ 8 Þá minntust þær orða hans 9 og flýttu sér aftur til Jerúsalem til að segja lærisveinunum ellefu – og öllum hinum – hvað gerst hafði. 10 Konurnar sem fóru til grafarinnar voru þær María Magdalena, Jóhanna, María móðir Jakobs og nokkrar aðrar. 11 En lærisveinarnir trúðu ekki frásögn þeirra. 12 Samt sem áður hljóp Pétur út að gröfinni til að athuga þetta. Hann nam staðar úti fyrir gröfinni og leit inn, en sá ekkert nema léreftsdúkinn. Pétur varð mjög undrandi og fór aftur heim. 13 Þennan sama sunnudag fóru tveir af fylgjendum Jesú gangandi til þorpsins Emmaus, sem er rúma 12 kílómetra frá Jerúsalem. 14 Á leiðinni ræddu þeir saman um atburði þessa. 15 Þá kom Jesús sjálfur til þeirra og slóst í för með þeim, 16 en þeir þekktu hann ekki ( – það var eins og Guð héldi því leyndu fyrir þeim). 17 „Um hvað eruð þið að tala, svona áhyggjufullir?“ spurði Jesús.Þeir námu staðar rétt sem snöggvast, daprir á svip. 18 Kleófas, annar þeirra, varð fyrir svörum og sagði: „Þú hlýtur að vera eini maðurinn í Jerúsalem, sem ekki hefur heyrt um hina hræðilegu atburði sem þar hafa gerst undanfarna daga.“ 19 „Hvað þá?“ spurði Jesús.„Jú, þetta með Jesú, manninn frá Nasaret,“ sögðu þeir. „Hann var spámaður, sem gerði ótrúleg kraftaverk, og frábær kennari. Hann var virtur bæði af Guði og mönnum. 20 En æðstu prestarnir og leiðtogar þjóðar okkar handtóku hann og framseldu rómversku yfirvöldunum, sem dæmdu hann til dauða og krossfestu hann. 21 Við héldum að hann væri Kristur og að hann hefði komið til að bjarga Ísrael.Þetta gerðist fyrir þrem dögum, 22 22,23 en nú snemma í morgun fóru nokkrar konur úr hópi okkar, fylgjenda hans, út að gröfinni. Komu síðan aftur með þær furðulegu fréttir að líkami hans væri horfinn og að þær hefðu séð engla, sem sögðu að hann væri á lífi! 24 Sumir okkar hlupu þangað til að gá að því og það reyndist rétt – líkami Jesú var horfinn eins og konurnar höfðu sagt.“ 25 Þá sagði Jesús: „Æ, skelfing eruð þið heimskir og tregir! Hvers vegna eigið þið svona erfitt með að trúa því sem Biblían segir? 26 Sögðu spámennirnir það ekki greinilega fyrir að Kristur yrði að þjást á þennan hátt, áður en hann gengi inn í dýrð sína?“ 27 Síðan vitnaði Jesús í hvert spámannaritið á fætur öðru. Hann byrjaði á fyrstu Mósebók og svo áfram í gegnum Gamla testamentið og útskýrði fyrir þeim hvað þar væri sagt um hann sjálfan. 28 Nú var stutt eftir á leiðarenda. Jesús lét sem hann ætlaði lengra, 29 en þeir margbáðu hann að gista hjá sér, því það var orðið framorðið. Hann lét undan og fór með þeim. 30 Þeir settust niður til að borða og Jesús flutti þakkarbæn yfir matnum. Síðan tók hann brauð, braut það og rétti þeim. 31 Þá var eins og augu þeirra opnuðust og þeir þekktu hann. En þá hvarf hann þeim sýnum. 32 Þeir tóku að ræða saman um hve vel þeim hefði liðið meðan hann talaði við þá úti á veginum og útskýrði fyrir þeim Biblíuna. 33 33,34 Og þeir biðu ekki boðanna, en lögðu af stað aftur til Jerúsalem. Þar fögnuðu postularnir ellefu þeim og aðrir vinir Jesú, með þessum orðum: „Drottinn er sannarlega upprisinn! Hann hefur birst Pétri.“ 35 Lærisveinarnir tveir frá Emmaus sögðu þeim þá hvernig Jesús hafði birst þeim er þeir voru á leiðinni og hvernig þeir hefðu þekkt hann þegar hann braut brauðið. 36 Allt í einu, meðan þeir voru að tala um þetta, stóð Jesús sjálfur mitt á meðal þeirra, heilsaði þeim og sagði: „Friður sé með ykkur.“ 37 Lærisveinarnir urðu skelfingu lostnir og héldu að þeir sæju vofu! 38 „Hvers vegna eruð þið hræddir?“ spurði hann. „Hvers vegna efist þið um að þetta sé ég? 39 Lítið á hendur mínar og fætur. Þið sjáið það sjálfir að þetta er ég. Komið við mig og gangið úr skugga um að ég er ekki vofa. Vofur hafa ekki líkama eins og þið sjáið mig hafa.“ 40 Meðan hann var að tala, rétti hann út hendur sínar, svo að þeir gætu séð naglaförin, og hann sýndi þeim einnig særða fæturna. 41 Þarna stóðu þeir og vissu ekki hverju þeir ættu að trúa. Þeir voru í senn fullir gleði og efasemda. „Hafið þið nokkuð að borða?“ spurði Jesús. 42 Þeir réttu honum stykki af steiktum fiski, 43 Sem hann neytti fyrir augum þeirra. 44 Hann sagði: „Munið þið ekki að þegar ég var með ykkur, þá sagði ég ykkur að allt, sem skrifað væri um mig af Móse, spámönnunum og í Sálmunum, yrði að rætast.“ 45 Síðan opnaði hann hjörtu þeirra til að þeir gætu skilið þessa staði í Biblíunni, 46 og sagði svo: „Fyrir löngu var ritað að Kristur yrði að líða og deyja og rísa síðan upp frá dauðum á þriðja degi, 47 og að svohljóðandi gleðiboðskapur ætti að berast frá Jerúsalem út til allra þjóða: Allir þeir sem iðrast og snúa sér til mín, munu fá fyrirgefningu syndanna. 48 Þið hafið séð þessa spádóma rætast. 49 Ég mun senda heilagan anda yfir ykkur, eins og faðir minn lofaði. Segið engum frá þessu enn sem komið er, en bíðið hérna í borginni þar til heilagur andi kemur og fyllir ykkur krafti frá Guði.“ 50 Eftir þetta fór Jesús með þá út að veginum, sem liggur til Betaníu, og þar lyfti hann höndum sínum til himins og blessaði þá. 51 En meðan hann var að blessa þá, hvarf hann sjónum þeirra og fór til himna. 52 Lærisveinarnir tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem gagnteknir fögnuði. 53 Þeir héldu sig síðan stöðugt í musterinu og lofuðu Guð.

In Other Versions

Luke 24 in the ANGEFD

Luke 24 in the ANTPNG2D

Luke 24 in the AS21

Luke 24 in the BAGH

Luke 24 in the BBPNG

Luke 24 in the BBT1E

Luke 24 in the BDS

Luke 24 in the BEV

Luke 24 in the BHAD

Luke 24 in the BIB

Luke 24 in the BLPT

Luke 24 in the BNT

Luke 24 in the BNTABOOT

Luke 24 in the BNTLV

Luke 24 in the BOATCB

Luke 24 in the BOATCB2

Luke 24 in the BOBCV

Luke 24 in the BOCNT

Luke 24 in the BOECS

Luke 24 in the BOGWICC

Luke 24 in the BOHCB

Luke 24 in the BOHCV

Luke 24 in the BOHLNT

Luke 24 in the BOHNTLTAL

Luke 24 in the BOICB

Luke 24 in the BOITCV

Luke 24 in the BOKCV

Luke 24 in the BOKCV2

Luke 24 in the BOKHWOG

Luke 24 in the BOKSSV

Luke 24 in the BOLCB

Luke 24 in the BOLCB2

Luke 24 in the BOMCV

Luke 24 in the BONAV

Luke 24 in the BONCB

Luke 24 in the BONLT

Luke 24 in the BONUT2

Luke 24 in the BOPLNT

Luke 24 in the BOSCB

Luke 24 in the BOSNC

Luke 24 in the BOTLNT

Luke 24 in the BOVCB

Luke 24 in the BOYCB

Luke 24 in the BPBB

Luke 24 in the BPH

Luke 24 in the BSB

Luke 24 in the CCB

Luke 24 in the CUV

Luke 24 in the CUVS

Luke 24 in the DBT

Luke 24 in the DGDNT

Luke 24 in the DHNT

Luke 24 in the DNT

Luke 24 in the ELBE

Luke 24 in the EMTV

Luke 24 in the ESV

Luke 24 in the FBV

Luke 24 in the FEB

Luke 24 in the GGMNT

Luke 24 in the GNT

Luke 24 in the HARY

Luke 24 in the HNT

Luke 24 in the IRVA

Luke 24 in the IRVB

Luke 24 in the IRVG

Luke 24 in the IRVH

Luke 24 in the IRVK

Luke 24 in the IRVM

Luke 24 in the IRVM2

Luke 24 in the IRVO

Luke 24 in the IRVP

Luke 24 in the IRVT

Luke 24 in the IRVT2

Luke 24 in the IRVU

Luke 24 in the ISVN

Luke 24 in the JSNT

Luke 24 in the KAPI

Luke 24 in the KBT1ETNIK

Luke 24 in the KBV

Luke 24 in the KJV

Luke 24 in the KNFD

Luke 24 in the LBA

Luke 24 in the LBLA

Luke 24 in the LNT

Luke 24 in the LSV

Luke 24 in the MAAL

Luke 24 in the MBV

Luke 24 in the MBV2

Luke 24 in the MHNT

Luke 24 in the MKNFD

Luke 24 in the MNG

Luke 24 in the MNT

Luke 24 in the MNT2

Luke 24 in the MRS1T

Luke 24 in the NAA

Luke 24 in the NASB

Luke 24 in the NBLA

Luke 24 in the NBS

Luke 24 in the NBVTP

Luke 24 in the NET2

Luke 24 in the NIV11

Luke 24 in the NNT

Luke 24 in the NNT2

Luke 24 in the NNT3

Luke 24 in the PDDPT

Luke 24 in the PFNT

Luke 24 in the RMNT

Luke 24 in the SBIAS

Luke 24 in the SBIBS

Luke 24 in the SBIBS2

Luke 24 in the SBICS

Luke 24 in the SBIDS

Luke 24 in the SBIGS

Luke 24 in the SBIHS

Luke 24 in the SBIIS

Luke 24 in the SBIIS2

Luke 24 in the SBIIS3

Luke 24 in the SBIKS

Luke 24 in the SBIKS2

Luke 24 in the SBIMS

Luke 24 in the SBIOS

Luke 24 in the SBIPS

Luke 24 in the SBISS

Luke 24 in the SBITS

Luke 24 in the SBITS2

Luke 24 in the SBITS3

Luke 24 in the SBITS4

Luke 24 in the SBIUS

Luke 24 in the SBIVS

Luke 24 in the SBT

Luke 24 in the SBT1E

Luke 24 in the SCHL

Luke 24 in the SNT

Luke 24 in the SUSU

Luke 24 in the SUSU2

Luke 24 in the SYNO

Luke 24 in the TBIAOTANT

Luke 24 in the TBT1E

Luke 24 in the TBT1E2

Luke 24 in the TFTIP

Luke 24 in the TFTU

Luke 24 in the TGNTATF3T

Luke 24 in the THAI

Luke 24 in the TNFD

Luke 24 in the TNT

Luke 24 in the TNTIK

Luke 24 in the TNTIL

Luke 24 in the TNTIN

Luke 24 in the TNTIP

Luke 24 in the TNTIZ

Luke 24 in the TOMA

Luke 24 in the TTENT

Luke 24 in the UBG

Luke 24 in the UGV

Luke 24 in the UGV2

Luke 24 in the UGV3

Luke 24 in the VBL

Luke 24 in the VDCC

Luke 24 in the YALU

Luke 24 in the YAPE

Luke 24 in the YBVTP

Luke 24 in the ZBP