1 Thessalonians 5 (BOILNTAP)
1 Hvenær verður þetta? Reyndar er óþarfi fyrir mig að ræða það, kæru vinir, 2 því að ykkur er sjálfum ljóst að það veit enginn. Dagur Drottins kemur fyrirvaralaust – eins og þjófur um nótt. 3 Fólk segir: „Nú er friður og ró og allt í besta lagi,“ – en þá mun skelfingin dynja yfir, eins og fæðingarhríðir hjá konu sem er að því komin að ala barn. Fólk þetta mun ekki sjá neina undankomuleið – hvergi mun skjól að finna. 4 Kæru vinir, ég veit að ykkur er þetta ljóst og þegar dagur Drottins kemur, kemur hann ykkur ekki í opna skjöldu eins og óvinur, 5 því að öll eruð þið börn ljóssins og börn dagsins. Þið heyrið ekki nóttunni til né myrkrinu. 6 Verið því allsgáð og sofið ekki á verðinum eins og sumir. Vakið og væntið komu Drottins! 7 Nóttina nota menn til svefns og sumir til að drekka sig fulla, 8 en við, sem lifum í ljósinu skulum vera allsgáð, vernduð brynju trúar og kærleika og með hjálm hjálpræðisins á höfði. 9 Guð hefur ekki kallað okkur til refsingar, 10 heldur til eilífs lífs með sér, hvort sem við verðum lífs eða liðin þann dag er Drottinn kemur aftur. 11 Uppörvið því hvert annað og hjálpist að, hér eftir sem hingað til. 12 Kæru vinir, sýnið leiðtogum safnaðar ykkar tilhlýðilega virðingu. Þeir leggja hart að sér ykkar vegna og vara ykkur við öllu því sem rangt er. 13 Hugsið vel til þeirra og berið umhyggju fyrir þeim, því að þeir gera sitt besta til að hjálpa ykkur. Haldið svo frið hvert við annað. 14 Kæru vinir, áminnið þá sem latir eru og uppörvið þá sem kjarklitlir eru. Sýnið nærgætni og umhyggjusemi þeim sem viðkvæmir eru og verið þolinmóð hvert við annað. 15 Gætið þess að enginn gjaldi illt fyrir illt, en reynið í hvívetna að gera hvert öðru gott og einnig þeim sem ekki eru kristnir. 16 Verið ávallt glöð. 17 Verið stöðug í bæninni. 18 Þakkið Guði í öllum kringumstæðum, því það er vilji Guðs með þá sem Kristi tilheyra. 19 Hindrið ekki heilagan anda 20 með því að ávíta þá sem koma með spádóm frá Guði, 21 en sannprófið það sem þeir segja í ljósi Guðs orðs, til að ganga úr skugga um hvort það sé rétt, og ef svo er, þá takið við því. 22 Haldið ykkur frá öllu sem illt er. 23 Ég bið þess að Guð friðarins hreinsi ykkur algjörlega og varðveiti líkama ykkar, sál og anda, allt til þess dags er Drottinn Jesús Kristur kemur aftur. 24 Guð, sem kallaði ykkur til að verða börn sín, mun koma þessu til leiðar, eins og hann hefur lofað. 25 Kæru vinir, biðjið fyrir okkur. 26 Skilið kveðju frá mér til allra bræðranna. 27 Ég bið þess og krefst í nafni Drottins að þið látið lesa þetta bréf upp fyrir öllum söfnuðinum. 28 Drottinn blessi ykkur ríkulega, eitt og sérhvert.Páll
In Other Versions
1 Thessalonians 5 in the ANGEFD
1 Thessalonians 5 in the ANTPNG2D
1 Thessalonians 5 in the BBPNG
1 Thessalonians 5 in the BBT1E
1 Thessalonians 5 in the BNTABOOT
1 Thessalonians 5 in the BNTLV
1 Thessalonians 5 in the BOATCB
1 Thessalonians 5 in the BOATCB2
1 Thessalonians 5 in the BOBCV
1 Thessalonians 5 in the BOCNT
1 Thessalonians 5 in the BOECS
1 Thessalonians 5 in the BOGWICC
1 Thessalonians 5 in the BOHCB
1 Thessalonians 5 in the BOHCV
1 Thessalonians 5 in the BOHLNT
1 Thessalonians 5 in the BOHNTLTAL
1 Thessalonians 5 in the BOICB
1 Thessalonians 5 in the BOITCV
1 Thessalonians 5 in the BOKCV
1 Thessalonians 5 in the BOKCV2
1 Thessalonians 5 in the BOKHWOG
1 Thessalonians 5 in the BOKSSV
1 Thessalonians 5 in the BOLCB
1 Thessalonians 5 in the BOLCB2
1 Thessalonians 5 in the BOMCV
1 Thessalonians 5 in the BONAV
1 Thessalonians 5 in the BONCB
1 Thessalonians 5 in the BONLT
1 Thessalonians 5 in the BONUT2
1 Thessalonians 5 in the BOPLNT
1 Thessalonians 5 in the BOSCB
1 Thessalonians 5 in the BOSNC
1 Thessalonians 5 in the BOTLNT
1 Thessalonians 5 in the BOVCB
1 Thessalonians 5 in the BOYCB
1 Thessalonians 5 in the DGDNT
1 Thessalonians 5 in the GGMNT
1 Thessalonians 5 in the IRVM2
1 Thessalonians 5 in the IRVT2
1 Thessalonians 5 in the KBT1ETNIK
1 Thessalonians 5 in the MKNFD
1 Thessalonians 5 in the MRS1T
1 Thessalonians 5 in the NBVTP
1 Thessalonians 5 in the NIV11
1 Thessalonians 5 in the PDDPT
1 Thessalonians 5 in the SBIAS
1 Thessalonians 5 in the SBIBS
1 Thessalonians 5 in the SBIBS2
1 Thessalonians 5 in the SBICS
1 Thessalonians 5 in the SBIDS
1 Thessalonians 5 in the SBIGS
1 Thessalonians 5 in the SBIHS
1 Thessalonians 5 in the SBIIS
1 Thessalonians 5 in the SBIIS2
1 Thessalonians 5 in the SBIIS3
1 Thessalonians 5 in the SBIKS
1 Thessalonians 5 in the SBIKS2
1 Thessalonians 5 in the SBIMS
1 Thessalonians 5 in the SBIOS
1 Thessalonians 5 in the SBIPS
1 Thessalonians 5 in the SBISS
1 Thessalonians 5 in the SBITS
1 Thessalonians 5 in the SBITS2
1 Thessalonians 5 in the SBITS3
1 Thessalonians 5 in the SBITS4
1 Thessalonians 5 in the SBIUS
1 Thessalonians 5 in the SBIVS
1 Thessalonians 5 in the SBT1E
1 Thessalonians 5 in the SUSU2
1 Thessalonians 5 in the TBIAOTANT
1 Thessalonians 5 in the TBT1E
1 Thessalonians 5 in the TBT1E2
1 Thessalonians 5 in the TFTIP
1 Thessalonians 5 in the TGNTATF3T
1 Thessalonians 5 in the TNTIK
1 Thessalonians 5 in the TNTIL
1 Thessalonians 5 in the TNTIN
1 Thessalonians 5 in the TNTIP
1 Thessalonians 5 in the TNTIZ
1 Thessalonians 5 in the TTENT