John 7 (BOILNTAP)

1 Eftir þetta fór Jesús til Galíleu og ferðaðist frá einu þorpinu til annars. Hann vildi ekki vera í Júdeu því að leiðtogarnir þar sátu um líf hans. 2 Brátt leið að laufskálahátíðinni, en það er ein hinna árlegu trúarhátíða Gyðinga. 3 Bræður Jesú hvöttu hann til að fara til Júdeu á hátíðina og sögðu ertnislega:„Farðu þangað, því að þá geta miklu fleiri séð kraftaverk þín. 4 Þú verður ekki frægur af því að fela þig. Og fyrst þú ert svona mikill, skaltu reyna að sanna það fyrir heiminum!“ 5 Bræður Jesú trúðu sem sagt ekki á hann. 6 Jesús svaraði: „Minn tími til að fara er enn ekki kominn. Þið getið hins vegar farið hvenær sem þið viljið, það breytir engu, 7 því heimurinn er ekki á móti ykkur. Hann er á móti mér, því ég ásaka hann fyrir illt athæfi og syndir. 8 Þið skuluð fara; ég kem seinna þegar minn tími er kominn.“ 9 Af þessari ástæðu varð Jesús eftir í Galíleu. 10 En þegar bræður hans voru farnir til hátíðarinnar fór Jesús líka, en á laun og lét ekkert á sér bera. 11 Leiðtogar þjóðarinnar reyndu að finna hann á hátíðinni og héldu uppi spurnum um hann. 12 Fólkið ræddi mikið um hann sín á milli og sumir sögðu: „Hann er dásamlegur maður.“ Aðrir sögðu: „Nei, hann blekkir fólkið.“ 13 Enginn þorði að taka málstað hans opinberlega af ótta við leiðtoga þjóðarinnar. 14 Þegar hátíðin var hálfnuð gekk Jesús inn í musterið og predikaði opinberlega. 15 Leiðtogar þjóðarinnar undruðust orð hans og spurðu: „Hvaðan hefur hann þessa þekkingu? Hann hefur aldrei gengið í skóla hjá okkur.“ 16 Jesús sagði þá við þá: „Ég kenni ekki eigin hugmyndir, heldur orð Guðs sem sendi mig. 17 Ef einhver ykkar vill gera vilja Guðs í raun og veru, þá mun hann örugglega sjá hvort boðskapur minn er frá Guði eða frá sjálfum mér. 18 Sá sem talar af sjálfum sér vonast eftir hrósi, en sá sem heiðrar þann sem sendi hann, er trúr og sannur. 19 Móse gaf ykkur lögin en hvers vegna hlýðið þið þeim þá ekki? Hvers vegna segið þið að ég brjóti þau og hver er ástæða þess að þið viljið lífláta mig?“ 20 Fólkið svaraði: „Þú ert ekki með öllum mjalla! Hver er það sem situr um líf þitt?“ 21 21-23 Jesús svaraði: „Ég læknaði mann á helgidegi og það kom ykkur á óvart, en samt vinnið þið sjálf á helgidögum þegar þið umskerið samkvæmt lögum Móse – reyndar er umskurnin eldri en lögmál Móse. Ef umskurnardag ber upp á helgidag, þá framkvæmið þið umskurnina eins og ekkert sé. Hvers vegna dæmið þið mig þá fyrir að lækna mann á helgidegi? 24 Hugsið þetta mál og þá munuð þið komast að raun um að ég hef á réttu að standa.“ 25 Sumir íbúar Jerúsalem sögðu þá: „Er þetta ekki maðurinn sem leiðtogar okkar vilja feigan? 26 Hvernig stendur þá á því að hann fær að predika óáreittur á almannafæri og þeir gera enga athugasemd? Getur verið að þeir hafi loksins komist að raun um að hann sé Kristur? 27 En hvernig ætti hann annars að vera það? Við vitum, jú, hvar hann er fæddur, en þegar Kristur kemur mun enginn vita hvaðan hann kemur, hann mun birtast allt í einu.“ 28 Þetta varð til þess að eitt sinn er Jesús var að predika í musterinu, kallaði hann hátt: „Já, þið þekkið mig og vitið hvar ég fæddist og hvar ég ólst upp, en ég tala máli þess sem þið þekkið ekki og hann er sannleikurinn. 29 Ég þekki hann því ég var hjá honum og hann sendi mig til ykkar.“ 30 Þegar leiðtogarnir heyrðu hann segja þetta leituðust þeir við að handtaka hann. 31 Margir þeirra sem komu reglulega í musterið trúðu á hann og sögðu: „Hvaða kraftaverk haldið þið að Kristur geri, sem þessi maður hefur ekki gert?“ 32 Þegar farísearnir heyrðu þetta sendu þeir og æðstu prestarnir lögregluna til að handtaka hann. 33 Þá sagði Jesús: „Bíðið með þetta! Mér ber að vera hér enn um stund, en að því loknu sný ég aftur til hans sem sendi mig. 34 Þið munuð leita mín en án árangurs, því að þangað sem ég fer komist þið ekki.“ 35 Leiðtogarnir urðu undrandi á þessum tilsvörum og spurðu: „Hvert skyldi hann ætla? Skyldi hann ætla úr landi til að útbreiða kenningar sínar meðal Gyðinga í öðrum löndum, eða jafnvel meðal heiðingjanna? 36 Hvað á hann við þegar hann segir að við munum leita hans, en ekki finna? Og hvað þýðir þetta: Þið komist ekki þangað sem ég fer?“ 37 Síðasta daginn – helgasta dag þjóðarinnar – hrópaði Jesús út yfir mannfjöldann: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki, 38 því Biblían segir um þann sem trúir á mig, að frá hans innra manni muni streyma lækir lifandi vatns.“ 39 Hér átti hann við heilagan anda, sem þeir mundu fá, sem tryðu á hann. En ennþá var andinn ekki gefinn, því að Jesús hafði þá ekki enn snúið aftur til dýrðar sinnar á himnum. 40 Þegar mannfjöldinn heyrði þetta sögðu sumir: „Þessi maður er áreiðanlega spámaðurinn, sem á að koma á undan Kristi.“ 41 41,42 Aðrir sögðu: „Hann er Kristur.“ Enn aðrir sögðu: „Það er útilokað að hann sé Kristur. Haldið þið að Kristur komi frá Galíleu? Biblían segir að Kristur muni verða af ætt Davíðs og fæðast í Betlehem þar sem Davíð fæddist.“ 43 Fólkið hafði sem sagt ýmsar skoðanir á Jesú. 44 Sumir vildu láta handtaka hann, en þó gerði það enginn. 45 Musterislögreglan, sem send hafði verið til að handtaka hann, sneri því tómhent aftur til æðstu prestanna og faríseanna. „Hvers vegna komið þið ekki með hann?“ spurðu þeir reiðilega. 46 „Hann segir svo margt stórkostlegt!“ svöruðu þeir. „Við höfum aldrei áður heyrt neitt þessu líkt.“ 47 „Jæja, er þá líka búið að villa um fyrir ykkur?“ spurðu farísearnir hæðnislega. 48 „Hver af okkar leiðtogum eða faríseunum trúir að hann sé Kristur? 49 Fólkið trúir því, satt er það, en það er heimskt og hefur ekkert vit á slíkum hlutum, enda hvílir bölvun yfir því!“ 50 Þá spurði Nikódemus, einn af leiðtogum þjóðarinnar, sem heimsótti Jesú eitt sinn á laun til að ræða við hann: 51 „Er leyfilegt að dæma nokkurn áður en hann hefur verið ákærður?“ 52 „Ha?“ spurðu hinir, „ert þú kannski einn af þessum auvirðilegu Galíleumönnum? Lestu Biblíuna – enginn spámannanna kom frá Galíleu!“ 53 Eftir þetta leystist fundurinn upp og fór hver heim til sín.

In Other Versions

John 7 in the ANGEFD

John 7 in the ANTPNG2D

John 7 in the AS21

John 7 in the BAGH

John 7 in the BBPNG

John 7 in the BBT1E

John 7 in the BDS

John 7 in the BEV

John 7 in the BHAD

John 7 in the BIB

John 7 in the BLPT

John 7 in the BNT

John 7 in the BNTABOOT

John 7 in the BNTLV

John 7 in the BOATCB

John 7 in the BOATCB2

John 7 in the BOBCV

John 7 in the BOCNT

John 7 in the BOECS

John 7 in the BOGWICC

John 7 in the BOHCB

John 7 in the BOHCV

John 7 in the BOHLNT

John 7 in the BOHNTLTAL

John 7 in the BOICB

John 7 in the BOITCV

John 7 in the BOKCV

John 7 in the BOKCV2

John 7 in the BOKHWOG

John 7 in the BOKSSV

John 7 in the BOLCB

John 7 in the BOLCB2

John 7 in the BOMCV

John 7 in the BONAV

John 7 in the BONCB

John 7 in the BONLT

John 7 in the BONUT2

John 7 in the BOPLNT

John 7 in the BOSCB

John 7 in the BOSNC

John 7 in the BOTLNT

John 7 in the BOVCB

John 7 in the BOYCB

John 7 in the BPBB

John 7 in the BPH

John 7 in the BSB

John 7 in the CCB

John 7 in the CUV

John 7 in the CUVS

John 7 in the DBT

John 7 in the DGDNT

John 7 in the DHNT

John 7 in the DNT

John 7 in the ELBE

John 7 in the EMTV

John 7 in the ESV

John 7 in the FBV

John 7 in the FEB

John 7 in the GGMNT

John 7 in the GNT

John 7 in the HARY

John 7 in the HNT

John 7 in the IRVA

John 7 in the IRVB

John 7 in the IRVG

John 7 in the IRVH

John 7 in the IRVK

John 7 in the IRVM

John 7 in the IRVM2

John 7 in the IRVO

John 7 in the IRVP

John 7 in the IRVT

John 7 in the IRVT2

John 7 in the IRVU

John 7 in the ISVN

John 7 in the JSNT

John 7 in the KAPI

John 7 in the KBT1ETNIK

John 7 in the KBV

John 7 in the KJV

John 7 in the KNFD

John 7 in the LBA

John 7 in the LBLA

John 7 in the LNT

John 7 in the LSV

John 7 in the MAAL

John 7 in the MBV

John 7 in the MBV2

John 7 in the MHNT

John 7 in the MKNFD

John 7 in the MNG

John 7 in the MNT

John 7 in the MNT2

John 7 in the MRS1T

John 7 in the NAA

John 7 in the NASB

John 7 in the NBLA

John 7 in the NBS

John 7 in the NBVTP

John 7 in the NET2

John 7 in the NIV11

John 7 in the NNT

John 7 in the NNT2

John 7 in the NNT3

John 7 in the PDDPT

John 7 in the PFNT

John 7 in the RMNT

John 7 in the SBIAS

John 7 in the SBIBS

John 7 in the SBIBS2

John 7 in the SBICS

John 7 in the SBIDS

John 7 in the SBIGS

John 7 in the SBIHS

John 7 in the SBIIS

John 7 in the SBIIS2

John 7 in the SBIIS3

John 7 in the SBIKS

John 7 in the SBIKS2

John 7 in the SBIMS

John 7 in the SBIOS

John 7 in the SBIPS

John 7 in the SBISS

John 7 in the SBITS

John 7 in the SBITS2

John 7 in the SBITS3

John 7 in the SBITS4

John 7 in the SBIUS

John 7 in the SBIVS

John 7 in the SBT

John 7 in the SBT1E

John 7 in the SCHL

John 7 in the SNT

John 7 in the SUSU

John 7 in the SUSU2

John 7 in the SYNO

John 7 in the TBIAOTANT

John 7 in the TBT1E

John 7 in the TBT1E2

John 7 in the TFTIP

John 7 in the TFTU

John 7 in the TGNTATF3T

John 7 in the THAI

John 7 in the TNFD

John 7 in the TNT

John 7 in the TNTIK

John 7 in the TNTIL

John 7 in the TNTIN

John 7 in the TNTIP

John 7 in the TNTIZ

John 7 in the TOMA

John 7 in the TTENT

John 7 in the UBG

John 7 in the UGV

John 7 in the UGV2

John 7 in the UGV3

John 7 in the VBL

John 7 in the VDCC

John 7 in the YALU

John 7 in the YAPE

John 7 in the YBVTP

John 7 in the ZBP