Luke 2 (BOILNTAP)

1 Um þetta leyti fyrirskipaði rómverski keisarinn, Ágústus, að manntal skyldi tekið um allt Rómaveldi. 2 Þetta fyrsta manntal var gert þegar Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. 3 Þess vegna urðu allir að fara til ættborgar sinnar og láta skrá sig þar. 4 Þar sem Jósef var af ætt Davíðs konungs, varð hann að fara frá heimabæ sínum, Nasaret í Galíleu, til Betlehem í Júdeu, hinnar fornu borgar Davíðs, 5 ásamt Maríu unnustu sinni sem þá var að því komin að eiga barn. 6 6,7 Meðan þau voru í Betlehem, fæddi hún sitt fyrsta barn og var það drengur. Hún vafði hann reifum og lagði hann í jötu, því ekkert rúm var fyrir þau í gistihúsinu. 8 Þessa sömu nótt voru fjárhirðar á völlunum utan við þorpið og gættu hjarðar sinnar. 9 Allt í einu birtist þeim engill og ljóminn af dýrð Drottins lýsti upp umhverfið. Hirðarnir urðu skelkaðir, 10 en engillinn hughreysti þá og sagði: „Verið óhræddir! Ég flyt ykkur miklar gleðifréttir sem berast eiga öllum mönnum: 11 Frelsari ykkar, sjálfur konungurinn Kristur, fæddist í nótt í Betlehem! 12 Þið munuð finna reifabarn, liggjandi í jötu – það er hann!“ 13 Um leið var með englunum fjöldi annarra engla – herskarar himnanna – og þeir lofuðu Guð og sungu: 14 „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með öllum þeim sem hann elskar.“ 15 Þegar englarnir voru farnir aftur til himna, sögðu hirðarnir hver við annan: „Flýtum okkur til Betlehem og sjáum þennan stórkostlega atburð, sem Drottinn hefur sagt okkur frá!“ 16 Þeir hlupu til þorpsins og fundu bæði Maríu, Jósef og barnið í jötunni. 17 Fjárhirðarnir sögðu síðan öllum hvað gerst hafði og hvað engillinn hafði sagt þeim um þetta barn. 18 Allir sem heyrðu frásögn hirðanna, undruðust mjög, 19 en María lagði allt þetta vel á minnið og hugleiddi það með sjálfri sér. 20 Fjárhirðarnir fóru nú aftur út í hagann og lofuðu Guð fyrir allt sem þeir höfðu heyrt og séð, og engillinn hafði sagt þeim. 21 Að átta dögum liðnum var drengurinn umskorinn og gefið nafnið Jesús, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var getinn í móðurlífi. 22 Þegar tími var kominn til að María færði hreinsunarfórn í musterinu, eins og lög Móse krefjast þegar barn hefur fæðst, fóru foreldrar Jesú með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni. 23 Guð segir svo í þessum lögum: „Ef kona fæðir dreng fyrstan barna sinna, skal hann helgaður Drottni.“ 24 Um leið færðu foreldrar Jesú einnig hreinsunarfórnina, sem lögin kröfðust, en hún varð annað hvort að vera tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur. 25 Í Jerúsalem bjó maður sem Símeon hét. Hann var góður maður og guðrækinn, fylltur heilögum anda og vænti komu Krists, konungsins, sem Guð hafði lofað að senda. 26 Heilagur andi hafði gert honum ljóst að hann mundi ekki deyja fyrr en hann hefði fengið að sjá konunginn Krist. 27 Þennan dag hafði hann einmitt fengið vísbendingu frá heilögum anda um að fara í helgidóminn. Þangað kom hann er María og Jósef komu með barnið til að færa það Drottni, eins og lögin mæltu fyrir um. 28 Símeon tók barnið í fang sér og lofaði Guð. 29 29-31 Hann sagði: „Drottinn, nú get ég glaður dáið, því ég hef séð þann sem þú lofaðir að ég skyldi sjá. Ég hef augum litið frelsara heimsins! 32 Hann er ljósið, sem lýsa mun þjóðunum, og hann verður vegsemd þjóðar þinnar Ísrael.“ 33 Jósef og María stóðu hjá og hlustuðu undrandi á það sem Símeon sagði um Jesú. 34 34,35 Símeon blessaði þau en sagði síðan við Maríu: „Sverð mun nísta sál þína, því margir í Ísrael munu hafna þessu barni og það mun verða þeim til falls, en öðrum verður hann uppspretta gleðinnar. Þannig mun afstaða og hugsanir margra koma fram í ljósið.“ 36 36,37 Spákona nokkur, Anna að nafni, var einnig stödd í musterinu þennan dag. Hún var Fanúelsdóttir og af ætt Assers. Hún var orðin háöldruð og hafði verið ekkja í áttatíu og fjögur ár eftir sjö ára búskap. Hún fór aldrei út úr musterinu, heldur dvaldist þar dag og nótt. Hún helgaði líf sitt Guði og lofaði hann með bænahaldi og föstu. 38 Nú kom hún þar að sem Símeon var að tala við Maríu og Jósef og byrjaði einnig að þakka Guði. Hún tók að segja öllum í Jerúsalem, sem væntu komu frelsarans, að Kristur væri loksins kominn. 39 Þegar foreldrar Jesú höfðu gert allt sem lögin kröfðust, fóru þau aftur heim til Nasaret í Galíleu. 40 Drengurinn óx og þroskaðist og Guð blessaði hann. 41 41,42 Foreldrar Jesú fóru ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðina, og þegar Jesús var tólf ára, fékk hann i fyrsta skipti að fara með. 43 Þegar lagt var af stað heim til Nasaret, að hátíðahöldunum loknum, varð Jesús eftir í Jerúsalem.Fyrsta dag heimferðarinnar söknuðu María og Jósef hans ekki, 44 því að þau héldu að hann væri meðal kunningja sem áttu samleið. En þegar hann skilaði sér ekki um kvöldið, fóru þau að leita hans meðal vina og ættingja. 45 Leitin varð árangurslaus, og því sneru þau aftur til Jerúsalem til að leita hans þar. 46 46,47 Þau fundu hann ekki fyrr en eftir þrjá daga. Þá sat hann í musterinu meðal lögvitringanna og ræddi við þá háleit málefni. Undruðust allir skilning hans og svör. 48 Foreldrar hans vissu ekki sitt rjúkandi ráð: „Elsku drengurinn minn,“ sagði móðir hans, „af hverju gerðirðu okkur þetta? Við faðir þinn vorum dauðhrædd um þig og höfum leitað þín um allt!“ 49 „Hvers vegna voruð þið að leita að mér?“ spurði hann, „vissuð þið ekki að mér bar að vera í musterinu, húsi föður míns?“ 50 En þau skildu ekki við hvað hann átti. 51 Síðan fór hann með þeim heim til Nasaret og var þeim hlýðinn, en móðir hans lagði alla þessa atburði vel á minnið. 52 Jesús óx að visku og vexti og allir elskuðu hann, bæði Guð og menn.

In Other Versions

Luke 2 in the ANGEFD

Luke 2 in the ANTPNG2D

Luke 2 in the AS21

Luke 2 in the BAGH

Luke 2 in the BBPNG

Luke 2 in the BBT1E

Luke 2 in the BDS

Luke 2 in the BEV

Luke 2 in the BHAD

Luke 2 in the BIB

Luke 2 in the BLPT

Luke 2 in the BNT

Luke 2 in the BNTABOOT

Luke 2 in the BNTLV

Luke 2 in the BOATCB

Luke 2 in the BOATCB2

Luke 2 in the BOBCV

Luke 2 in the BOCNT

Luke 2 in the BOECS

Luke 2 in the BOGWICC

Luke 2 in the BOHCB

Luke 2 in the BOHCV

Luke 2 in the BOHLNT

Luke 2 in the BOHNTLTAL

Luke 2 in the BOICB

Luke 2 in the BOITCV

Luke 2 in the BOKCV

Luke 2 in the BOKCV2

Luke 2 in the BOKHWOG

Luke 2 in the BOKSSV

Luke 2 in the BOLCB

Luke 2 in the BOLCB2

Luke 2 in the BOMCV

Luke 2 in the BONAV

Luke 2 in the BONCB

Luke 2 in the BONLT

Luke 2 in the BONUT2

Luke 2 in the BOPLNT

Luke 2 in the BOSCB

Luke 2 in the BOSNC

Luke 2 in the BOTLNT

Luke 2 in the BOVCB

Luke 2 in the BOYCB

Luke 2 in the BPBB

Luke 2 in the BPH

Luke 2 in the BSB

Luke 2 in the CCB

Luke 2 in the CUV

Luke 2 in the CUVS

Luke 2 in the DBT

Luke 2 in the DGDNT

Luke 2 in the DHNT

Luke 2 in the DNT

Luke 2 in the ELBE

Luke 2 in the EMTV

Luke 2 in the ESV

Luke 2 in the FBV

Luke 2 in the FEB

Luke 2 in the GGMNT

Luke 2 in the GNT

Luke 2 in the HARY

Luke 2 in the HNT

Luke 2 in the IRVA

Luke 2 in the IRVB

Luke 2 in the IRVG

Luke 2 in the IRVH

Luke 2 in the IRVK

Luke 2 in the IRVM

Luke 2 in the IRVM2

Luke 2 in the IRVO

Luke 2 in the IRVP

Luke 2 in the IRVT

Luke 2 in the IRVT2

Luke 2 in the IRVU

Luke 2 in the ISVN

Luke 2 in the JSNT

Luke 2 in the KAPI

Luke 2 in the KBT1ETNIK

Luke 2 in the KBV

Luke 2 in the KJV

Luke 2 in the KNFD

Luke 2 in the LBA

Luke 2 in the LBLA

Luke 2 in the LNT

Luke 2 in the LSV

Luke 2 in the MAAL

Luke 2 in the MBV

Luke 2 in the MBV2

Luke 2 in the MHNT

Luke 2 in the MKNFD

Luke 2 in the MNG

Luke 2 in the MNT

Luke 2 in the MNT2

Luke 2 in the MRS1T

Luke 2 in the NAA

Luke 2 in the NASB

Luke 2 in the NBLA

Luke 2 in the NBS

Luke 2 in the NBVTP

Luke 2 in the NET2

Luke 2 in the NIV11

Luke 2 in the NNT

Luke 2 in the NNT2

Luke 2 in the NNT3

Luke 2 in the PDDPT

Luke 2 in the PFNT

Luke 2 in the RMNT

Luke 2 in the SBIAS

Luke 2 in the SBIBS

Luke 2 in the SBIBS2

Luke 2 in the SBICS

Luke 2 in the SBIDS

Luke 2 in the SBIGS

Luke 2 in the SBIHS

Luke 2 in the SBIIS

Luke 2 in the SBIIS2

Luke 2 in the SBIIS3

Luke 2 in the SBIKS

Luke 2 in the SBIKS2

Luke 2 in the SBIMS

Luke 2 in the SBIOS

Luke 2 in the SBIPS

Luke 2 in the SBISS

Luke 2 in the SBITS

Luke 2 in the SBITS2

Luke 2 in the SBITS3

Luke 2 in the SBITS4

Luke 2 in the SBIUS

Luke 2 in the SBIVS

Luke 2 in the SBT

Luke 2 in the SBT1E

Luke 2 in the SCHL

Luke 2 in the SNT

Luke 2 in the SUSU

Luke 2 in the SUSU2

Luke 2 in the SYNO

Luke 2 in the TBIAOTANT

Luke 2 in the TBT1E

Luke 2 in the TBT1E2

Luke 2 in the TFTIP

Luke 2 in the TFTU

Luke 2 in the TGNTATF3T

Luke 2 in the THAI

Luke 2 in the TNFD

Luke 2 in the TNT

Luke 2 in the TNTIK

Luke 2 in the TNTIL

Luke 2 in the TNTIN

Luke 2 in the TNTIP

Luke 2 in the TNTIZ

Luke 2 in the TOMA

Luke 2 in the TTENT

Luke 2 in the UBG

Luke 2 in the UGV

Luke 2 in the UGV2

Luke 2 in the UGV3

Luke 2 in the VBL

Luke 2 in the VDCC

Luke 2 in the YALU

Luke 2 in the YAPE

Luke 2 in the YBVTP

Luke 2 in the ZBP