Revelation 16 (BOILNTAP)

1 Næst heyrði ég volduga rödd hrópa frá musterinu til englanna sjö: „Farið og hellið úr þessum sjö reiðiskálum Guðs yfir jörðina.“ 2 Þá yfirgaf fyrsti engillinn musterið og hellti úr sinni skál yfir jörðina. Þá brutust út ljót og illkynja sár á þeim sem báru merki dýrsins og tilbáðu líkneski þess. 3 Annar engillinn hellti úr sinni skál yfir höfin. Þau urðu eins og blóð úr dauðum manni og lífvana. 4 Þriðji engillinn tæmdi sína skál í fljótin og uppspretturnar og þá breyttist vatnið í þeim í blóð. 5 Þá heyrði ég engil vatnanna segja: „Þú hinn heilagi, þú sem ert og sem varst, það er rétt af þér að senda þennan dóm, 6 því að blóði heilagra og spámannanna hefur verið úthellt á jörðinni. En nú hefur þú svarað með því að gefa þeim, sem myrtu þá, blóð að drekka og það eiga þeir sannarlega skilið.“ 7 Þá heyrði ég engilinn við altarið segja: „Já, Drottinn Guð, þú hinn almáttki, þínir dómar eru réttlátir og sannir.“ 8 Fjórði engillinn hellti úr sinni skál yfir sólina og olli því að hún brenndi mennina með eldi. 9 Þessi hræðilegi hiti brenndi þá, en þeir formæltu Guði sem hafði sent þessar plágur. Mennirnir sáu ekki að sér og gáfu ekki heldur Guði dýrðina. 10 Fimmti engillinn tæmdi úr sinni skál yfir hásæti dýrsins, sem reis upp úr hafinu og ríki þess myrkvaðist. Þeir sem fylgdu dýrinu, bitu þá í tungur sínar af kvöl. 11 Og þeir formæltu Guði himnanna sem hafði leitt þessar plágur yfir þá. En ekki vildu þeir láta af illverkum sínum. 12 Sjötti engillinn hellti úr sinni skál yfir fljótið mikla Evfrat, svo að það þornaði upp. Eftir þetta gátu konungar austursins farið með heri sína vesturyfir, án nokkurrar hindrunar. 13 Þá sá ég þrjá illa anda, sem líktust froskum, stökkva út úr gini drekans, dýrsins og falsspámannsins sem þjónaði því. 14 Þessir illu andar, sem höfðu vald til að gera kraftaverk, ráðguðust nú við leiðtoga heimsins um að safna liði til að berjast við Drottin á hinum mikla degi, er Guð, hinn alvaldi, mun dæma heiminn. 15 „Taktu eftir: Ég kem öllum að óvörum eins og þjófur! Þeir sem bíða mín, hljóta blessun, þeir sem eru klæddir og viðbúnir. Þeir þurfa ekki að ganga um naktir sér til blygðunar.“ 16 Og þeir söfnuðu öllum herjum heimsins saman á stað, sem kallast á hebresku Harmageddón – eða Meggiddófjallið. 17 Sjöundi engillinn hellti úr sinni skál yfir loftið og heyrðist þá hrópað hárri röddu frá hásæti musterisins á himnum: „Það er fullkomnað!“ 18 Þá komu þrumur og eldingar og svo miklir jarðskjálftar að aldrei hefur annað eins orðið í sögu mannkyns. 19 Stórborgin Babýlon klofnaði í þrjá hluta og borgir um víða veröld jöfnuðust við jörðu. Þá minntist Guð allra synda Babýlonar og refsaði henni. Hann lét hana drekka bikar heiftarreiði sinnar í botn, já, til hins síðasta dropa. 20 Þá hurfu eyjar og fjöllin jöfnuðust út. Síðan kom gífurlegt hagl frá himni – hvert korn vóg fimmtíu kíló – og féll á fólkið sem þá formælti Guði.

In Other Versions

Revelation 16 in the ANGEFD

Revelation 16 in the ANTPNG2D

Revelation 16 in the AS21

Revelation 16 in the BAGH

Revelation 16 in the BBPNG

Revelation 16 in the BBT1E

Revelation 16 in the BDS

Revelation 16 in the BEV

Revelation 16 in the BHAD

Revelation 16 in the BIB

Revelation 16 in the BLPT

Revelation 16 in the BNT

Revelation 16 in the BNTABOOT

Revelation 16 in the BNTLV

Revelation 16 in the BOATCB

Revelation 16 in the BOATCB2

Revelation 16 in the BOBCV

Revelation 16 in the BOCNT

Revelation 16 in the BOECS

Revelation 16 in the BOGWICC

Revelation 16 in the BOHCB

Revelation 16 in the BOHCV

Revelation 16 in the BOHLNT

Revelation 16 in the BOHNTLTAL

Revelation 16 in the BOICB

Revelation 16 in the BOITCV

Revelation 16 in the BOKCV

Revelation 16 in the BOKCV2

Revelation 16 in the BOKHWOG

Revelation 16 in the BOKSSV

Revelation 16 in the BOLCB

Revelation 16 in the BOLCB2

Revelation 16 in the BOMCV

Revelation 16 in the BONAV

Revelation 16 in the BONCB

Revelation 16 in the BONLT

Revelation 16 in the BONUT2

Revelation 16 in the BOPLNT

Revelation 16 in the BOSCB

Revelation 16 in the BOSNC

Revelation 16 in the BOTLNT

Revelation 16 in the BOVCB

Revelation 16 in the BOYCB

Revelation 16 in the BPBB

Revelation 16 in the BPH

Revelation 16 in the BSB

Revelation 16 in the CCB

Revelation 16 in the CUV

Revelation 16 in the CUVS

Revelation 16 in the DBT

Revelation 16 in the DGDNT

Revelation 16 in the DHNT

Revelation 16 in the DNT

Revelation 16 in the ELBE

Revelation 16 in the EMTV

Revelation 16 in the ESV

Revelation 16 in the FBV

Revelation 16 in the FEB

Revelation 16 in the GGMNT

Revelation 16 in the GNT

Revelation 16 in the HARY

Revelation 16 in the HNT

Revelation 16 in the IRVA

Revelation 16 in the IRVB

Revelation 16 in the IRVG

Revelation 16 in the IRVH

Revelation 16 in the IRVK

Revelation 16 in the IRVM

Revelation 16 in the IRVM2

Revelation 16 in the IRVO

Revelation 16 in the IRVP

Revelation 16 in the IRVT

Revelation 16 in the IRVT2

Revelation 16 in the IRVU

Revelation 16 in the ISVN

Revelation 16 in the JSNT

Revelation 16 in the KAPI

Revelation 16 in the KBT1ETNIK

Revelation 16 in the KBV

Revelation 16 in the KJV

Revelation 16 in the KNFD

Revelation 16 in the LBA

Revelation 16 in the LBLA

Revelation 16 in the LNT

Revelation 16 in the LSV

Revelation 16 in the MAAL

Revelation 16 in the MBV

Revelation 16 in the MBV2

Revelation 16 in the MHNT

Revelation 16 in the MKNFD

Revelation 16 in the MNG

Revelation 16 in the MNT

Revelation 16 in the MNT2

Revelation 16 in the MRS1T

Revelation 16 in the NAA

Revelation 16 in the NASB

Revelation 16 in the NBLA

Revelation 16 in the NBS

Revelation 16 in the NBVTP

Revelation 16 in the NET2

Revelation 16 in the NIV11

Revelation 16 in the NNT

Revelation 16 in the NNT2

Revelation 16 in the NNT3

Revelation 16 in the PDDPT

Revelation 16 in the PFNT

Revelation 16 in the RMNT

Revelation 16 in the SBIAS

Revelation 16 in the SBIBS

Revelation 16 in the SBIBS2

Revelation 16 in the SBICS

Revelation 16 in the SBIDS

Revelation 16 in the SBIGS

Revelation 16 in the SBIHS

Revelation 16 in the SBIIS

Revelation 16 in the SBIIS2

Revelation 16 in the SBIIS3

Revelation 16 in the SBIKS

Revelation 16 in the SBIKS2

Revelation 16 in the SBIMS

Revelation 16 in the SBIOS

Revelation 16 in the SBIPS

Revelation 16 in the SBISS

Revelation 16 in the SBITS

Revelation 16 in the SBITS2

Revelation 16 in the SBITS3

Revelation 16 in the SBITS4

Revelation 16 in the SBIUS

Revelation 16 in the SBIVS

Revelation 16 in the SBT

Revelation 16 in the SBT1E

Revelation 16 in the SCHL

Revelation 16 in the SNT

Revelation 16 in the SUSU

Revelation 16 in the SUSU2

Revelation 16 in the SYNO

Revelation 16 in the TBIAOTANT

Revelation 16 in the TBT1E

Revelation 16 in the TBT1E2

Revelation 16 in the TFTIP

Revelation 16 in the TFTU

Revelation 16 in the TGNTATF3T

Revelation 16 in the THAI

Revelation 16 in the TNFD

Revelation 16 in the TNT

Revelation 16 in the TNTIK

Revelation 16 in the TNTIL

Revelation 16 in the TNTIN

Revelation 16 in the TNTIP

Revelation 16 in the TNTIZ

Revelation 16 in the TOMA

Revelation 16 in the TTENT

Revelation 16 in the UBG

Revelation 16 in the UGV

Revelation 16 in the UGV2

Revelation 16 in the UGV3

Revelation 16 in the VBL

Revelation 16 in the VDCC

Revelation 16 in the YALU

Revelation 16 in the YAPE

Revelation 16 in the YBVTP

Revelation 16 in the ZBP