Romans 4 (BOILNTAP)

1 Abraham var forfaðir Gyðingaþjóðarinnar. Hvernig kemur nú þetta að frelsast fyrir trú, heim og saman við það sem við vitum um hann? 2 Leit Guð á hann sem saklausan og réttlátan mann vegna góðverka hans? Ef svo hefði verið þá hefði Abraham haft ástæðu til að hrósa sér. En frammi fyrir Guði hafði hann alls ekkert til að hrósa sér af, 3 en hins vegar segir í Gamla testamentinu: „Abraham trúði Guði,“ og það er ástæða þess að Guð strikaði yfir syndir hans og úrskurðaði hann réttlátan. 4 4,5 En ávann Abraham sér ekki rétt til að komast til himna með öllum sínum góðu verkum? Nei, því að hjálpræðið er alltaf óverðskulduð gjöf. Ef einhver gæti unnið sér inn fyrir því með góðverkum, þá væri það ekki lengur ókeypis! Það er gefið þeim sem ekki hafa unnið fyrir því. Guð segir beinlínis: „Syndarinn er sýknaður í mínum augum, ef hann treystir því að Kristur frelsi hann frá dómi mínum yfir syndinni.“ 6 Davíð konungur ræddi um þetta og lýsti gæfu hins óverðuga syndara sem Guð hefur úrskurðað saklausan. 7 Hann sagði: „Sæll er sá sem fær syndir sínar fyrirgefnar og afmáðar. 8 Mikil er gæfa þess manns sem Guð sýknar.“ 9 Nú spyr ég: Er þessi blessun einungis handa þeim sem trúa á Krist og halda samtímis lög Gyðinga, eða er hún einnig ætluð þeim sem ekki halda lög Gyðinga, en treysta einungis á Krist? Hvernig var það með Abraham? Við tölum um að hann hafi hlotið þessa blessun vegna trúar sinnar, en var það vegna hennar einnar? Var það kannski líka vegna þess að hann fór eftir gyðinglegum siðum? 10 Til þess að fá svar við þessari spurningu verðum við fyrst að svara annarri: Hvenær veitti Guð Abraham blessunina? Það var áður en hann varð Gyðingur, það er að segja áður en hann tók hina gyðinglegu vígslu sem kallast umskurn. 11 Það var ekki fyrr en eftir að Guð hafði lofað að blessa hann, vegna trúar hans, að hann var umskorinn. Umskurnin var tákn þess að Abraham átti þá þegar trú og að Guð hafði tekið hann að sér og lýst því yfir að í sínum augum væri hann góður og réttlátur. Samkvæmt þessu er Abraham hinn andlegi faðir þeirra sem trúa og frelsast án þess að halda sig við lögin. Af þessu sjáum við að Guð réttlætir þá sem trúa, enda þótt þeir haldi ekki þessar reglur. 12 Abraham er einnig andlegur faðir hinna umskornu – Gyðinganna – og með því að athuga líf hans geta þeir séð að það er ekki þessi siðvenja – umskurnin – sem frelsar þá, heldur trúin. Eingöngu hennar vegna hlaut Abraham miskunn Guðs áður en hann var umskorinn. 13 Ljóst er því að loforð Guðs um að hann ætlaði að gefa Abraham og afkomendum hans alla jörðina, var ekki gefið vegna þess að Abraham hlýddi lögum Guðs, heldur hins, að hann treysti Guði og því að hann stæði við heit sín. 14 Ef þið haldið því ennþá fram að blessun Guðs sé ætluð þeim einum sem halda lögin, þá segið þið þar með að loforð Guðs til þeirra sem trúa séu marklaus og að trúin sé heimska. 15 Sannleikurinn er hins vegar sá að ef við ætlum að ná blessun Guðs og hjálpræði með því að halda lög hans, þá köllum við að lokum reiði hans yfir okkur, því að okkur mun aldrei takast að halda þau. Eina leiðin til að komast hjá því að brjóta lög er sú að hafa engin lög! 16 Blessun Guðs veitist okkur ókeypis fyrir trúna, sem gjöf. Við erum þess fullviss að okkur veitist hún, ef við trúum eins og Abraham, hvort sem við erum Gyðingar eða ekki, því að Abraham er faðir okkar allra að því er trúna varðar. 17 Þetta á Gamla testamentið við þegar það segir að Guð hafi gert Abraham að föður margra þjóða. Guð vill taka á móti öllum sem treysta honum eins og Abraham gerði, hverrar þjóðar sem þeir eru. Loforðið sem hann fékk var frá sjálfum Guði, honum sem reisir hina dauðu og segir fyrir um atburði framtíðarinnar af nákvæmni eins og um liðinn tíma sé að ræða. 18 Þegar Guð sagði Abraham að hann mundi gefa honum son sem eignast mundi marga afkomendur og verða faðir mikillar þjóðar, þá trúði Abraham Guði, jafnvel þótt slíkt loforð virtist algjör fásinna. 19 Abraham var ekki áhyggjufullur þótt bæði hann, sem var á hundraðasta aldursári og Sara sem var níræð, væru komin úr barneign, því að hann treysti orðum Guðs óhikað. 20 Abraham efaðist aldrei. Hann trúði Guði. Trú hans styrktist og hann þakkaði Guði fyrir þetta loforð löngu áður en það rættist. 21 Hann var sannfærður um að Guði reyndist auðvelt að efna allt sem hann hefði lofað. 22 Vegna trúar Abrahams fyrirgaf Guð honum syndir hans og sýknaði hann. 23 Þessi mikilvæga yfirlýsing – að hann væri tekinn gildur vegna trúar sinnar og þar með viðurkenndur réttlátur – var ekki aðeins Abraham til góðs, 24 heldur okkur líka. Þetta er okkur trygging þess að Guð vilji taka okkur að sér á sama hátt og Abraham, það er að segja þegar við trúum loforðum Guðs, hans sem reisti Jesú upp frá dauðum. 25 Jesús dó fyrir syndir okkar og reis síðan upp til að sætta okkur við Guð og gefa okkur réttlæti hans.

In Other Versions

Romans 4 in the ANGEFD

Romans 4 in the ANTPNG2D

Romans 4 in the AS21

Romans 4 in the BAGH

Romans 4 in the BBPNG

Romans 4 in the BBT1E

Romans 4 in the BDS

Romans 4 in the BEV

Romans 4 in the BHAD

Romans 4 in the BIB

Romans 4 in the BLPT

Romans 4 in the BNT

Romans 4 in the BNTABOOT

Romans 4 in the BNTLV

Romans 4 in the BOATCB

Romans 4 in the BOATCB2

Romans 4 in the BOBCV

Romans 4 in the BOCNT

Romans 4 in the BOECS

Romans 4 in the BOGWICC

Romans 4 in the BOHCB

Romans 4 in the BOHCV

Romans 4 in the BOHLNT

Romans 4 in the BOHNTLTAL

Romans 4 in the BOICB

Romans 4 in the BOITCV

Romans 4 in the BOKCV

Romans 4 in the BOKCV2

Romans 4 in the BOKHWOG

Romans 4 in the BOKSSV

Romans 4 in the BOLCB

Romans 4 in the BOLCB2

Romans 4 in the BOMCV

Romans 4 in the BONAV

Romans 4 in the BONCB

Romans 4 in the BONLT

Romans 4 in the BONUT2

Romans 4 in the BOPLNT

Romans 4 in the BOSCB

Romans 4 in the BOSNC

Romans 4 in the BOTLNT

Romans 4 in the BOVCB

Romans 4 in the BOYCB

Romans 4 in the BPBB

Romans 4 in the BPH

Romans 4 in the BSB

Romans 4 in the CCB

Romans 4 in the CUV

Romans 4 in the CUVS

Romans 4 in the DBT

Romans 4 in the DGDNT

Romans 4 in the DHNT

Romans 4 in the DNT

Romans 4 in the ELBE

Romans 4 in the EMTV

Romans 4 in the ESV

Romans 4 in the FBV

Romans 4 in the FEB

Romans 4 in the GGMNT

Romans 4 in the GNT

Romans 4 in the HARY

Romans 4 in the HNT

Romans 4 in the IRVA

Romans 4 in the IRVB

Romans 4 in the IRVG

Romans 4 in the IRVH

Romans 4 in the IRVK

Romans 4 in the IRVM

Romans 4 in the IRVM2

Romans 4 in the IRVO

Romans 4 in the IRVP

Romans 4 in the IRVT

Romans 4 in the IRVT2

Romans 4 in the IRVU

Romans 4 in the ISVN

Romans 4 in the JSNT

Romans 4 in the KAPI

Romans 4 in the KBT1ETNIK

Romans 4 in the KBV

Romans 4 in the KJV

Romans 4 in the KNFD

Romans 4 in the LBA

Romans 4 in the LBLA

Romans 4 in the LNT

Romans 4 in the LSV

Romans 4 in the MAAL

Romans 4 in the MBV

Romans 4 in the MBV2

Romans 4 in the MHNT

Romans 4 in the MKNFD

Romans 4 in the MNG

Romans 4 in the MNT

Romans 4 in the MNT2

Romans 4 in the MRS1T

Romans 4 in the NAA

Romans 4 in the NASB

Romans 4 in the NBLA

Romans 4 in the NBS

Romans 4 in the NBVTP

Romans 4 in the NET2

Romans 4 in the NIV11

Romans 4 in the NNT

Romans 4 in the NNT2

Romans 4 in the NNT3

Romans 4 in the PDDPT

Romans 4 in the PFNT

Romans 4 in the RMNT

Romans 4 in the SBIAS

Romans 4 in the SBIBS

Romans 4 in the SBIBS2

Romans 4 in the SBICS

Romans 4 in the SBIDS

Romans 4 in the SBIGS

Romans 4 in the SBIHS

Romans 4 in the SBIIS

Romans 4 in the SBIIS2

Romans 4 in the SBIIS3

Romans 4 in the SBIKS

Romans 4 in the SBIKS2

Romans 4 in the SBIMS

Romans 4 in the SBIOS

Romans 4 in the SBIPS

Romans 4 in the SBISS

Romans 4 in the SBITS

Romans 4 in the SBITS2

Romans 4 in the SBITS3

Romans 4 in the SBITS4

Romans 4 in the SBIUS

Romans 4 in the SBIVS

Romans 4 in the SBT

Romans 4 in the SBT1E

Romans 4 in the SCHL

Romans 4 in the SNT

Romans 4 in the SUSU

Romans 4 in the SUSU2

Romans 4 in the SYNO

Romans 4 in the TBIAOTANT

Romans 4 in the TBT1E

Romans 4 in the TBT1E2

Romans 4 in the TFTIP

Romans 4 in the TFTU

Romans 4 in the TGNTATF3T

Romans 4 in the THAI

Romans 4 in the TNFD

Romans 4 in the TNT

Romans 4 in the TNTIK

Romans 4 in the TNTIL

Romans 4 in the TNTIN

Romans 4 in the TNTIP

Romans 4 in the TNTIZ

Romans 4 in the TOMA

Romans 4 in the TTENT

Romans 4 in the UBG

Romans 4 in the UGV

Romans 4 in the UGV2

Romans 4 in the UGV3

Romans 4 in the VBL

Romans 4 in the VDCC

Romans 4 in the YALU

Romans 4 in the YAPE

Romans 4 in the YBVTP

Romans 4 in the ZBP