Acts 24 (BOILNTAP)

1 Fimm dögum síðar kom Ananías æðsti prestur ásamt nokkrum leiðtogum Gyðinga og lögfræðingnum Tertúllusi til að sækja málið gegn Páli. 2 Tertúllus var kallaður fyrir landstjórann og bar þar fram ákærur gegn Páli. Hann sagði: 3 „Göfugi Felix, fyrir þitt tilstilli höfum við Gyðingar fengið að lifa í friði og þú hefur stórlega rétt hlut okkar. 4 En til að tefja þig sem minnst, bið ég þig vinsamlegast að hlusta á mig andartak meðan ég skýri þér stuttlega frá ákærum okkar gegn þessum manni. 5 Við höfum komist að því að hann veldur vandræðum um allan heim og æsir Gyðinga til óeirða gegn rómverskum yfirvöldum. Hann er forsprakki sértrúarflokks sem þekktur er undir nafninu nasarearnir. 6 Auk alls þessa reyndi hann að saurga musterið, en þá gripum við hann.Við ætluðum að veita honum verðskuldaða ráðningu, 7 en þá kom Lýsías hersveitarforingi og tók hann af okkur með ofbeldi. 8 Hann krafðist þess að farið yrði með mál hans eftir rómverskum lögum. Þú getur sjálfur gengið úr skugga um réttmæti ásakana okkar með því að yfirheyra manninn.“ 9 Þessu samsinntu hinir Gyðingarnir og lýstu yfir því að framburður Tertúllusar væri réttur. 10 Nú var röðin komin að Páli. Landstjórinn gaf honum bendingu um að rísa á fætur og tala máli sínu.Páll tók til máls og sagði: „Mér er kunnugt um, herra, að þú hefur verið dómari í málum Gyðinga um árabil og finnst mér gott að vita það, nú þegar ég flyt varnarræðu mína. 11 Þú munt fljótt komast að því að ekki eru liðnir nema tólf dagar síðan ég kom til Jerúsalem, til að biðjast fyrir í musterinu. 12 Einnig að ég hef ekki komið af stað óeirðum í nokkru samkomuhúsi Gyðinga né á götum nokkurrar borgar. 13 Þessir menn geta áreiðanlega ekki sannað neina af þeim ásökunum, sem þeir hafa borið á mig. 14 En eitt vil ég játa og það er að ég trúi þeirri hjálpræðisleið sem þeir kalla sértrú. Ég þjóna Guði á sama hátt og forfeður okkar, og ég vil taka það fram, að ég trúi öllu sem skrifað er í lögum Gyðinga og ritum spámannanna. 15 Þessir menn trúa því að bæði vondir og góðir muni rísa upp og sama segi ég. 16 Af þessum ástæðum reyni ég ávallt að hafa góða samvisku, bæði gagnvart Guði og mönnum. 17 Eftir nokkurra ára fjarveru kom ég aftur til Jerúsalem og hafði þá með mér peninga til aðstoðar Gyðingum. Einnig kom ég til að færa Guði fórn. 18 Ákærendur mínir sáu mig í musterinu, þegar ég var að bera fram þakkarfórn mína. Ég hafði rakað höfuð mitt eins og lög Gyðinga gera ráð fyrir og umhverfis mig var hvorki æstur múgur né uppþot. Þar voru hins vegar nokkrir Gyðingar frá Litlu-Asíu 19 – þeir ættu reyndar að vera hér, hafi þeir eitthvað að ásaka mig fyrir. 20 En gerðu nú eitt. Spurðu þessa menn, hér og nú, hvaða sök Gyðingaráðið hafi fundið hjá mér, 21 aðra en þá að ég kallaði upp: „Ég er hér fyrir rétti í dag til að verja þá trú mína að dauðir muni rísa upp!“ “ 22 Felix, sem vissi vel að kristnir menn voru ekki vanir að valda óeirðum, bað nú Gyðinga að bíða komu Lýsíasar hersveitarforingja og þá mundi hann dæma í málinu. 23 Síðan bauð hann að Páli skyldi haldið í fangelsi. Jafnframt gaf hann vörðunum fyrirmæli um að fara vel með hann og leyfa vinum hans að heimsækja hann. 24 Nokkrum dögum síðar kom Felix, ásamt Drúsillu eiginkonu sinni, sem var Gyðingur. Lét hann sækja Pál og hlustuðu þau á hann segja frá trú sinni á Jesú Krist. 25 Þegar Páll fór að tala um réttlæti, líf í hreinleika og komandi dóm, varð Felix mjög hræddur og sagði: „Þetta er nóg í bili. Ég mun kalla á þig aftur þegar betur stendur á.“ 26 Hann gerði sér vonir um að Páll myndi bjóða sér mútur og lét því senda eftir honum öðru hverju til þess að ræða við hann. 27 Þannig liðu tvö ár. Eftir það tók Porkíus Festus við af Felix og vegna þess að Felix vildi koma sér í mjúkinn hjá Gyðingunum skildi hann Pál eftir í fangelsinu.

In Other Versions

Acts 24 in the ANGEFD

Acts 24 in the ANTPNG2D

Acts 24 in the AS21

Acts 24 in the BAGH

Acts 24 in the BBPNG

Acts 24 in the BBT1E

Acts 24 in the BDS

Acts 24 in the BEV

Acts 24 in the BHAD

Acts 24 in the BIB

Acts 24 in the BLPT

Acts 24 in the BNT

Acts 24 in the BNTABOOT

Acts 24 in the BNTLV

Acts 24 in the BOATCB

Acts 24 in the BOATCB2

Acts 24 in the BOBCV

Acts 24 in the BOCNT

Acts 24 in the BOECS

Acts 24 in the BOGWICC

Acts 24 in the BOHCB

Acts 24 in the BOHCV

Acts 24 in the BOHLNT

Acts 24 in the BOHNTLTAL

Acts 24 in the BOICB

Acts 24 in the BOITCV

Acts 24 in the BOKCV

Acts 24 in the BOKCV2

Acts 24 in the BOKHWOG

Acts 24 in the BOKSSV

Acts 24 in the BOLCB

Acts 24 in the BOLCB2

Acts 24 in the BOMCV

Acts 24 in the BONAV

Acts 24 in the BONCB

Acts 24 in the BONLT

Acts 24 in the BONUT2

Acts 24 in the BOPLNT

Acts 24 in the BOSCB

Acts 24 in the BOSNC

Acts 24 in the BOTLNT

Acts 24 in the BOVCB

Acts 24 in the BOYCB

Acts 24 in the BPBB

Acts 24 in the BPH

Acts 24 in the BSB

Acts 24 in the CCB

Acts 24 in the CUV

Acts 24 in the CUVS

Acts 24 in the DBT

Acts 24 in the DGDNT

Acts 24 in the DHNT

Acts 24 in the DNT

Acts 24 in the ELBE

Acts 24 in the EMTV

Acts 24 in the ESV

Acts 24 in the FBV

Acts 24 in the FEB

Acts 24 in the GGMNT

Acts 24 in the GNT

Acts 24 in the HARY

Acts 24 in the HNT

Acts 24 in the IRVA

Acts 24 in the IRVB

Acts 24 in the IRVG

Acts 24 in the IRVH

Acts 24 in the IRVK

Acts 24 in the IRVM

Acts 24 in the IRVM2

Acts 24 in the IRVO

Acts 24 in the IRVP

Acts 24 in the IRVT

Acts 24 in the IRVT2

Acts 24 in the IRVU

Acts 24 in the ISVN

Acts 24 in the JSNT

Acts 24 in the KAPI

Acts 24 in the KBT1ETNIK

Acts 24 in the KBV

Acts 24 in the KJV

Acts 24 in the KNFD

Acts 24 in the LBA

Acts 24 in the LBLA

Acts 24 in the LNT

Acts 24 in the LSV

Acts 24 in the MAAL

Acts 24 in the MBV

Acts 24 in the MBV2

Acts 24 in the MHNT

Acts 24 in the MKNFD

Acts 24 in the MNG

Acts 24 in the MNT

Acts 24 in the MNT2

Acts 24 in the MRS1T

Acts 24 in the NAA

Acts 24 in the NASB

Acts 24 in the NBLA

Acts 24 in the NBS

Acts 24 in the NBVTP

Acts 24 in the NET2

Acts 24 in the NIV11

Acts 24 in the NNT

Acts 24 in the NNT2

Acts 24 in the NNT3

Acts 24 in the PDDPT

Acts 24 in the PFNT

Acts 24 in the RMNT

Acts 24 in the SBIAS

Acts 24 in the SBIBS

Acts 24 in the SBIBS2

Acts 24 in the SBICS

Acts 24 in the SBIDS

Acts 24 in the SBIGS

Acts 24 in the SBIHS

Acts 24 in the SBIIS

Acts 24 in the SBIIS2

Acts 24 in the SBIIS3

Acts 24 in the SBIKS

Acts 24 in the SBIKS2

Acts 24 in the SBIMS

Acts 24 in the SBIOS

Acts 24 in the SBIPS

Acts 24 in the SBISS

Acts 24 in the SBITS

Acts 24 in the SBITS2

Acts 24 in the SBITS3

Acts 24 in the SBITS4

Acts 24 in the SBIUS

Acts 24 in the SBIVS

Acts 24 in the SBT

Acts 24 in the SBT1E

Acts 24 in the SCHL

Acts 24 in the SNT

Acts 24 in the SUSU

Acts 24 in the SUSU2

Acts 24 in the SYNO

Acts 24 in the TBIAOTANT

Acts 24 in the TBT1E

Acts 24 in the TBT1E2

Acts 24 in the TFTIP

Acts 24 in the TFTU

Acts 24 in the TGNTATF3T

Acts 24 in the THAI

Acts 24 in the TNFD

Acts 24 in the TNT

Acts 24 in the TNTIK

Acts 24 in the TNTIL

Acts 24 in the TNTIN

Acts 24 in the TNTIP

Acts 24 in the TNTIZ

Acts 24 in the TOMA

Acts 24 in the TTENT

Acts 24 in the UBG

Acts 24 in the UGV

Acts 24 in the UGV2

Acts 24 in the UGV3

Acts 24 in the VBL

Acts 24 in the VDCC

Acts 24 in the YALU

Acts 24 in the YAPE

Acts 24 in the YBVTP

Acts 24 in the ZBP