Acts 5 (BOILNTAP)

1 Annar maður, Ananías, og kona hans, Saffíra, seldu jörð. 2 Hann afhenti postulunum hluta andvirðisins og sagði að það væri heildarsöluverðið. 3 „Ananías,“ sagði Pétur. „Satan hefur blekkt þig. Það er ósatt sem þú sagðir, að þetta væri allt söluverðið. Þú hefur logið að heilögum anda. 4 Þér var í sjálfsvald sett hvort þú seldir eignina eða ekki. Og þegar þú hafðir selt, var það þitt að ákveða hve mikið þú gæfir. Hvernig gat þér dottið í hug að fara svona að? Þú hefur logið að Guði, en ekki okkur.“ 5 Þegar Ananías heyrði þetta, datt hann dauður niður! Fólk varð skelfingu lostið. 6 Ungu mennirnir komu og bjuggu um hann, og fóru með hann til greftrunar. 7 Þrem stundum síðar kom kona Ananíasar inn, en hún vissi ekki hvað gerst hafði. 8 Pétur gekk til hennar og spurði: „Er þetta allt sem þið fenguð fyrir landið sem þið selduð?“„Já,“ svaraði hún, „þetta var verðið.“ 9 Þá sagði Pétur: „Hvernig gat ykkur hjónunum dottið í hug að gera slíkt – prófa hvort heilagur andi kæmist að svikunum? Ungu mennirnir, sem jörðuðu manninn þinn, eru hérna rétt fyrir utan og þeir munu líka bera þig út.“ 10 Pétur hafði vart sleppt orðinu er hún féll örend til jarðar!Þegar ungu mennirnir komu inn og sáu að hún var líka dáin, báru þeir hana út og grófu við hlið manns hennar. 11 Þessi atburður vakti ótta meðal allra í söfnuðinum og annarra sem um hann fréttu. 12 Postularnir voru vanir að koma saman í þeim hluta musterisins sem kallast súlnagöng Salómons, og þar unnu þeir mörg athyglisverð kraftaverk meðal fólksins. 13 Aðrir áræddu ekki að vera þar með þeim og almennt var borin mikil virðing fyrir þeim. 14 Sífellt snerust fleiri til trúar á Drottin, mikill fjöldi karla og kvenna. 15 Sjúklingar voru bornir á börum og dýnum út á göturnar, í þeirri von að skugginn af Pétri félli á þá, þegar hann ætti leið hjá! 16 Mikill mannfjöldi kom frá úthverfum Jerúsalem og tók fólkið með sér sjúklinga og þá sem höfðu illa anda. Þeir læknuðust allir. 17 Æðsti presturinn og ættingjar hans og vinir meðal saddúkeanna, brugðust við þessu af mikilli hörku. 18 Létu þeir handtaka postulana og setja þá í gæsluvarðhald. 19 Um nóttina kom engill Drottins, opnaði fangelsishliðin og leiddi þá út. Síðan sagði hann við þá: 20 „Farið upp í musterið og predikið boðskap lífsins!“ 21 Þeir komu til musterisins um sólarupprás og fóru strax að predika. Seinna um morguninn kom æðsti presturinn, og fylgdarlið hans, til musterisins og lét hann kalla saman allt ráðið. Því næst sendi hann þjóna til fangelsisins, með boð um að postularnir skyldu leiddir fyrir ráðið. 22 Þegar þjónarnir komu til fangelsisins, gripu þeir í tómt – postularnir voru á bak og burt! Þeir sneru því aftur til ráðsins og sögðu: 23 „Fangelsisdyrnar voru læstar og verðirnir stóðu fyrir utan, en þegar við opnuðum hliðin, var enginn maður þar inni!“ 24 Þegar lögreglustjórinn og æðstu prestarnir heyrðu þetta, vissu þeir ekki sitt rjúkandi ráð og veltu fyrir sér hvernig þetta myndi fara. 25 Rétt í því kom einhver með þær fréttir, að mennirnir, sem þeir hefðu sett í varðhald, væru að predika í musterinu. 26 26,27 Lögregluforinginn fór þegar í stað ásamt undirmönnum sínum og tók þá fasta, án ofbeldis því að þeir óttuðust að fólkið réðist á þá, ef þeir færu illa með postulana. Síðan leiddu þeir þá fram fyrir ráðið. 28 „Sögðum við ykkur ekki að hætta að tala um þennan Jesú?“ spurði æðsti presturinn hvasst. „Nú hafið þið fyllt Jerúsalem með boðskap ykkar og reynið í þokkabót að kenna okkur um dauða þessa manns!“ 29 Þá svaraði Pétur og hinir postularnir: „Framar ber að hlýða Guði en mönnum. 30 Guð forfeðra okkar vakti Jesú upp frá dauðum, eftir að þið höfðuð líflátið hann með því að hengja hann á kross. 31 Fyrir mátt sinn, hóf Guð hann til þeirrar virðingar að vera bæði konungur og frelsari, svo að Ísraelsþjóðin gæti snúið baki við syndum sínum og fengið fyrirgefningu. 32 Um þetta vitnum við ásamt heilögum anda, sem Guð gefur öllum sem honum hlýða.“ 33 Þegar hér var komið, voru meðlimir ráðsins orðnir viti sínu fjær af reiði og ákveðnir í að lífláta postulana. 34 En þá stóð upp Gamalíel, meðlimur ráðsins og farísei, sérfræðingur í lögum og vinsæll meðal fólksins. Hann bað um að þeir yrðu látnir fara út úr ráðinu meðan hann talaði. 35 Síðan ávarpaði hann ráðið og sagði:„Ísraelsmenn, íhugið vandlega það sem þið ætlið að gera við þessa menn. 36 Fyrir nokkru taldi Þevdas sig mikinn mann. Um 400 menn sóru honum trúnaðareið, en skömmu síðar var hann drepinn og þá lognaðist allt út af. 37 Seinna, þegar manntalið var tekið, kom fram Júdas frá Galíleu. Hann safnaði að sér nokkrum lærisveinum, en síðan dó hann og fylgjendur hans tvístruðust. 38 Ég ráðlegg ykkur að láta þessa menn eiga sig. Ef boðskapur þeirra er eigin hugarsmíð, þá mun þetta fljótlega verða að engu. 39 En sé hann frá Guði, þá megnið þið ekki að stöðva þá, það væri að berjast gegn sjálfum Guði.“ 40 Ráðið samþykkti þetta, kallaði postulana fyrir sig, lét húðstrýkja þá og bannaði þeim harðlega að tala í Jesú nafni. Síðan var þeim sleppt. 41 Postularnir yfirgáfu ráðið og lofuðu Guð fyrir að hann skyldi álíta þá verða þess að þola smán hans vegna. 42 Og þeir komu daglega saman í musterinu, höfðu Biblíulestra í heimahúsum og boðuðu að Jesús væri Kristur.

In Other Versions

Acts 5 in the ANGEFD

Acts 5 in the ANTPNG2D

Acts 5 in the AS21

Acts 5 in the BAGH

Acts 5 in the BBPNG

Acts 5 in the BBT1E

Acts 5 in the BDS

Acts 5 in the BEV

Acts 5 in the BHAD

Acts 5 in the BIB

Acts 5 in the BLPT

Acts 5 in the BNT

Acts 5 in the BNTABOOT

Acts 5 in the BNTLV

Acts 5 in the BOATCB

Acts 5 in the BOATCB2

Acts 5 in the BOBCV

Acts 5 in the BOCNT

Acts 5 in the BOECS

Acts 5 in the BOGWICC

Acts 5 in the BOHCB

Acts 5 in the BOHCV

Acts 5 in the BOHLNT

Acts 5 in the BOHNTLTAL

Acts 5 in the BOICB

Acts 5 in the BOITCV

Acts 5 in the BOKCV

Acts 5 in the BOKCV2

Acts 5 in the BOKHWOG

Acts 5 in the BOKSSV

Acts 5 in the BOLCB

Acts 5 in the BOLCB2

Acts 5 in the BOMCV

Acts 5 in the BONAV

Acts 5 in the BONCB

Acts 5 in the BONLT

Acts 5 in the BONUT2

Acts 5 in the BOPLNT

Acts 5 in the BOSCB

Acts 5 in the BOSNC

Acts 5 in the BOTLNT

Acts 5 in the BOVCB

Acts 5 in the BOYCB

Acts 5 in the BPBB

Acts 5 in the BPH

Acts 5 in the BSB

Acts 5 in the CCB

Acts 5 in the CUV

Acts 5 in the CUVS

Acts 5 in the DBT

Acts 5 in the DGDNT

Acts 5 in the DHNT

Acts 5 in the DNT

Acts 5 in the ELBE

Acts 5 in the EMTV

Acts 5 in the ESV

Acts 5 in the FBV

Acts 5 in the FEB

Acts 5 in the GGMNT

Acts 5 in the GNT

Acts 5 in the HARY

Acts 5 in the HNT

Acts 5 in the IRVA

Acts 5 in the IRVB

Acts 5 in the IRVG

Acts 5 in the IRVH

Acts 5 in the IRVK

Acts 5 in the IRVM

Acts 5 in the IRVM2

Acts 5 in the IRVO

Acts 5 in the IRVP

Acts 5 in the IRVT

Acts 5 in the IRVT2

Acts 5 in the IRVU

Acts 5 in the ISVN

Acts 5 in the JSNT

Acts 5 in the KAPI

Acts 5 in the KBT1ETNIK

Acts 5 in the KBV

Acts 5 in the KJV

Acts 5 in the KNFD

Acts 5 in the LBA

Acts 5 in the LBLA

Acts 5 in the LNT

Acts 5 in the LSV

Acts 5 in the MAAL

Acts 5 in the MBV

Acts 5 in the MBV2

Acts 5 in the MHNT

Acts 5 in the MKNFD

Acts 5 in the MNG

Acts 5 in the MNT

Acts 5 in the MNT2

Acts 5 in the MRS1T

Acts 5 in the NAA

Acts 5 in the NASB

Acts 5 in the NBLA

Acts 5 in the NBS

Acts 5 in the NBVTP

Acts 5 in the NET2

Acts 5 in the NIV11

Acts 5 in the NNT

Acts 5 in the NNT2

Acts 5 in the NNT3

Acts 5 in the PDDPT

Acts 5 in the PFNT

Acts 5 in the RMNT

Acts 5 in the SBIAS

Acts 5 in the SBIBS

Acts 5 in the SBIBS2

Acts 5 in the SBICS

Acts 5 in the SBIDS

Acts 5 in the SBIGS

Acts 5 in the SBIHS

Acts 5 in the SBIIS

Acts 5 in the SBIIS2

Acts 5 in the SBIIS3

Acts 5 in the SBIKS

Acts 5 in the SBIKS2

Acts 5 in the SBIMS

Acts 5 in the SBIOS

Acts 5 in the SBIPS

Acts 5 in the SBISS

Acts 5 in the SBITS

Acts 5 in the SBITS2

Acts 5 in the SBITS3

Acts 5 in the SBITS4

Acts 5 in the SBIUS

Acts 5 in the SBIVS

Acts 5 in the SBT

Acts 5 in the SBT1E

Acts 5 in the SCHL

Acts 5 in the SNT

Acts 5 in the SUSU

Acts 5 in the SUSU2

Acts 5 in the SYNO

Acts 5 in the TBIAOTANT

Acts 5 in the TBT1E

Acts 5 in the TBT1E2

Acts 5 in the TFTIP

Acts 5 in the TFTU

Acts 5 in the TGNTATF3T

Acts 5 in the THAI

Acts 5 in the TNFD

Acts 5 in the TNT

Acts 5 in the TNTIK

Acts 5 in the TNTIL

Acts 5 in the TNTIN

Acts 5 in the TNTIP

Acts 5 in the TNTIZ

Acts 5 in the TOMA

Acts 5 in the TTENT

Acts 5 in the UBG

Acts 5 in the UGV

Acts 5 in the UGV2

Acts 5 in the UGV3

Acts 5 in the VBL

Acts 5 in the VDCC

Acts 5 in the YALU

Acts 5 in the YAPE

Acts 5 in the YBVTP

Acts 5 in the ZBP