Matthew 20 (BOILNTAP)

1 „Hér er enn ein dæmisaga um himnaríki: Landeigandi nokkur fór að heiman snemma morguns að fá verkamenn til uppskerustarfa. 2 Hann samdi við þá um venjuleg daglaun og að því búnu hófu þeir vinnuna. 3 Tveim stundum síðar gekk hann aftur niður í bæinn og sá þá menn á torginu iðjulausa. 4 Þessa menn sendi hann einnig út á akurinn og sagðist mundu borga þeim sanngjörn laun. 5 Hann fór einnig út um hádegið og klukkan þrjú, og sama sagan endurtók sig. 6 Klukkan fimm síðdegis var hann aftur staddur í bænum og sá þá enn nokkra sem höfðu ekkert fyrir stafni. „Af hverju eruð þið iðjulausir?“ spurði hann. 7 „Við höfum ekki fengið neina vinnu,“ svöruðu þeir. „Farið þá og hjálpið hinum sem eru að vinna á ökrum mínum,“ sagði hann. 8 Um kvöldið bauð hann gjaldkera sínum að kalla á mennina og greiða þeim launin og byrja á þeim sem komu síðastir. 9 Þeir komu og fengu full daglaun hver um sig. 10 Þegar hinir, sem byrjað höfðu fyrr um daginn, komu að ná í sín laun, bjuggust þeir við að fá miklu meira, en þeir fengu sömu upphæð. 11 11,12 Þá mótmæltu þeir og sögðu: „Þessir náungar unnu aðeins eina klukkustund, en samt hefur þú greitt þeim jafnmikið og okkur sem höfum stritað allan daginn í þessum hita.“ 13 „Kæri vinur, ég hef ekki beitt þig rangindum!“ sagði maðurinn við einn þeirra. „Þú samþykktir að vinna allan daginn fyrir venjuleg daglaun, var ekki svo? 14 Taktu þetta og síðan máttu fara. Mig langar til að borga þessum síðustu jafnmikið og þér. 15 Má ég ekki gefa peningana mína þeim sem ég vil? Er það samningsbrot? Eða ertu öfundsjúkur af því að ég er góðsamur?“ 16 Hinir fyrstu verða oft síðastir og þeir síðustu fyrstir.“ 17 Á leiðinni til Jerúsalem tók Jesús lærisveinana tólf afsíðis, 18 til þess að segja þeim hvað biði hans er hann kæmi til borgarinnar. 19 „Ég verð svikinn í hendur æðstu prestanna og leiðtoganna, og þeir munu dæma mig til dauða. Síðan munu þeir afhenda mig rómversku yfirvöldunum. Ég verð hæddur og krossfestur, en á þriðja degi mun ég rísa upp frá dauðum.“ 20 Móðir þeirra Jakobs og Jóhannesar Sebedeussona kom þá með þeim til Jesú, hneigði sig og bað hann að gera sér greiða. 21 „Hvað vilt þú?“ spurði hann. Hún svaraði: „Viltu leyfa þessum sonum mínum að sitja sínum hvorum megin við þig þegar þú sest í hásæti þitt?“ 22 „Þú veist ekki um hvað þú biður“ svaraði Jesús, sneri sér að Jakobi og Jóhannesi og spurði: „Getið þið drukkið þann beiska bikar sem ég tæmi innan skamms?“ „Já, það getum við!“ svöruðu þeir. 23 „Þið fáið sannarlega að drekka hann,“ sagði Jesús. „En það er ekki mitt að segja hverjir eiga að sitja mér við hlið, það er föður míns að ákveða.“ 24 Þegar hinir tíu heyrðu hvað Jakob og Jóhannes höfðu beðið um, urðu þeir gramir. 25 Jesús kallaði þá til sín og sagði: „Konungar þjóðanna eru harðstjórar og embættismenn þeirra láta fólkið kenna á valdi sínu. 26 Þessu er öfugt farið um ykkur. Sá ykkar sem vill verða leiðtogi, verður að þjóna hinum, 27 og sá sem vill verða fremstur, verður að þjóna eins og þræll. 28 Verið eins og ég, Kristur, sem kom ekki til að láta þjóna mér heldur til að þjóna öðrum og gefa líf mitt til lausnar fyrir marga.“ 29 Þegar Jesús og lærisveinarnir fóru frá Jeríkó fylgdi þeim mikill mannfjöldi. 30 Við veginn út úr bænum sátu tveir blindir menn. Þegar þeir heyrðu að Jesú ætti leið þar um fóru þeir að hrópa og kalla:„Herra, sonur Davíðs konungs, hjálpaðu okkur!“ 31 Mannfjöldinn skipaði þeim að þegja, en þá hrópuðu þeir enn hærra. 32 32,33 Jesús nam staðar og kallaði til þeirra: „Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur?“„Herra,“ hrópuðu þeir, „gef okkur sjónina!“ 34 Jesús kenndi í brjósti um þá og snerti augu þeirra. Við það fengu þeir jafnskjótt sjónina og fylgdu honum.

In Other Versions

Matthew 20 in the ANGEFD

Matthew 20 in the ANTPNG2D

Matthew 20 in the AS21

Matthew 20 in the BAGH

Matthew 20 in the BBPNG

Matthew 20 in the BBT1E

Matthew 20 in the BDS

Matthew 20 in the BEV

Matthew 20 in the BHAD

Matthew 20 in the BIB

Matthew 20 in the BLPT

Matthew 20 in the BNT

Matthew 20 in the BNTABOOT

Matthew 20 in the BNTLV

Matthew 20 in the BOATCB

Matthew 20 in the BOATCB2

Matthew 20 in the BOBCV

Matthew 20 in the BOCNT

Matthew 20 in the BOECS

Matthew 20 in the BOGWICC

Matthew 20 in the BOHCB

Matthew 20 in the BOHCV

Matthew 20 in the BOHLNT

Matthew 20 in the BOHNTLTAL

Matthew 20 in the BOICB

Matthew 20 in the BOITCV

Matthew 20 in the BOKCV

Matthew 20 in the BOKCV2

Matthew 20 in the BOKHWOG

Matthew 20 in the BOKSSV

Matthew 20 in the BOLCB

Matthew 20 in the BOLCB2

Matthew 20 in the BOMCV

Matthew 20 in the BONAV

Matthew 20 in the BONCB

Matthew 20 in the BONLT

Matthew 20 in the BONUT2

Matthew 20 in the BOPLNT

Matthew 20 in the BOSCB

Matthew 20 in the BOSNC

Matthew 20 in the BOTLNT

Matthew 20 in the BOVCB

Matthew 20 in the BOYCB

Matthew 20 in the BPBB

Matthew 20 in the BPH

Matthew 20 in the BSB

Matthew 20 in the CCB

Matthew 20 in the CUV

Matthew 20 in the CUVS

Matthew 20 in the DBT

Matthew 20 in the DGDNT

Matthew 20 in the DHNT

Matthew 20 in the DNT

Matthew 20 in the ELBE

Matthew 20 in the EMTV

Matthew 20 in the ESV

Matthew 20 in the FBV

Matthew 20 in the FEB

Matthew 20 in the GGMNT

Matthew 20 in the GNT

Matthew 20 in the HARY

Matthew 20 in the HNT

Matthew 20 in the IRVA

Matthew 20 in the IRVB

Matthew 20 in the IRVG

Matthew 20 in the IRVH

Matthew 20 in the IRVK

Matthew 20 in the IRVM

Matthew 20 in the IRVM2

Matthew 20 in the IRVO

Matthew 20 in the IRVP

Matthew 20 in the IRVT

Matthew 20 in the IRVT2

Matthew 20 in the IRVU

Matthew 20 in the ISVN

Matthew 20 in the JSNT

Matthew 20 in the KAPI

Matthew 20 in the KBT1ETNIK

Matthew 20 in the KBV

Matthew 20 in the KJV

Matthew 20 in the KNFD

Matthew 20 in the LBA

Matthew 20 in the LBLA

Matthew 20 in the LNT

Matthew 20 in the LSV

Matthew 20 in the MAAL

Matthew 20 in the MBV

Matthew 20 in the MBV2

Matthew 20 in the MHNT

Matthew 20 in the MKNFD

Matthew 20 in the MNG

Matthew 20 in the MNT

Matthew 20 in the MNT2

Matthew 20 in the MRS1T

Matthew 20 in the NAA

Matthew 20 in the NASB

Matthew 20 in the NBLA

Matthew 20 in the NBS

Matthew 20 in the NBVTP

Matthew 20 in the NET2

Matthew 20 in the NIV11

Matthew 20 in the NNT

Matthew 20 in the NNT2

Matthew 20 in the NNT3

Matthew 20 in the PDDPT

Matthew 20 in the PFNT

Matthew 20 in the RMNT

Matthew 20 in the SBIAS

Matthew 20 in the SBIBS

Matthew 20 in the SBIBS2

Matthew 20 in the SBICS

Matthew 20 in the SBIDS

Matthew 20 in the SBIGS

Matthew 20 in the SBIHS

Matthew 20 in the SBIIS

Matthew 20 in the SBIIS2

Matthew 20 in the SBIIS3

Matthew 20 in the SBIKS

Matthew 20 in the SBIKS2

Matthew 20 in the SBIMS

Matthew 20 in the SBIOS

Matthew 20 in the SBIPS

Matthew 20 in the SBISS

Matthew 20 in the SBITS

Matthew 20 in the SBITS2

Matthew 20 in the SBITS3

Matthew 20 in the SBITS4

Matthew 20 in the SBIUS

Matthew 20 in the SBIVS

Matthew 20 in the SBT

Matthew 20 in the SBT1E

Matthew 20 in the SCHL

Matthew 20 in the SNT

Matthew 20 in the SUSU

Matthew 20 in the SUSU2

Matthew 20 in the SYNO

Matthew 20 in the TBIAOTANT

Matthew 20 in the TBT1E

Matthew 20 in the TBT1E2

Matthew 20 in the TFTIP

Matthew 20 in the TFTU

Matthew 20 in the TGNTATF3T

Matthew 20 in the THAI

Matthew 20 in the TNFD

Matthew 20 in the TNT

Matthew 20 in the TNTIK

Matthew 20 in the TNTIL

Matthew 20 in the TNTIN

Matthew 20 in the TNTIP

Matthew 20 in the TNTIZ

Matthew 20 in the TOMA

Matthew 20 in the TTENT

Matthew 20 in the UBG

Matthew 20 in the UGV

Matthew 20 in the UGV2

Matthew 20 in the UGV3

Matthew 20 in the VBL

Matthew 20 in the VDCC

Matthew 20 in the YALU

Matthew 20 in the YAPE

Matthew 20 in the YBVTP

Matthew 20 in the ZBP