Revelation 3 (BOILNTAP)
1 Þetta skaltu skrifa leiðtoga safnaðarins í Sardes:Þetta segir sá sem hefur hinn sjöfalda anda Guðs og stjörnurnar sjö.Ég veit að fólk segir að þú sért lifandi og starfandi söfnuður, en þú ert dauður! 2 Vaknaðu! Hleyptu lífi í það litla sem eftir er – því að jafnvel það er að deyja. Verk þín eru lítils virði í augum Guðs. 3 Komdu til mín og snúðu þér aftur að því sem þú heyrðir og trúðir í upphafi og haltu fast við það. Ef þú gerir það ekki, mun ég koma til þín áður en þú veist af – óvænt – eins og þjófurinn og refsa þér. 4 Þarna í Sardes eru samt fáeinir sem ekki hafa óhreinkað sig á heiminum, og þeir munu ganga við hlið mér í hvítum klæðum, því að það eiga þeir sannarlega skilið. 5 Sá er sigrar, mun fá hvít klæði og nafnið hans mun ég ekki fjarlægja úr lífsbókinni. Ég mun viðurkenna hann frammi fyrir föður mínum og englum hans. 6 Þið sem heyrið, hlustið á það sem andi Guðs segir söfnuðunum. 7 Eftirfarandi bréf skaltu senda leiðtoga safnaðarins í Fíladelfíu:Þennan boðskap færð þú frá honum sem er heilagur og sannur. Ég hef lykil Davíðs og get opnað, svo að enginn fái læst og læst get ég, svo enginn opni. 8 Ég þekki þig – að þú hefur lítinn mátt, en hefur þó reynt að hlýðnast og ekki afneitað nafni mínu. Þess vegna hef ég opnað fyrir þér dyr sem enginn getur lokað. 9 Taktu nú eftir: Ég mun láta þá, sem vinna fyrir. Satan – þeir segjast reyndar tilheyra mér, en það er lygi því það gera þeir ekki – falla að fótum þér og viðurkenna að þú ert sá sem ég elska. 10 Þið hafið hlýtt mér, þrátt fyrir ofsóknir, og því mun ég hlífa ykkur við þeirri miklu þrengingu sem koma mun yfir heiminn – en þá munu mennirnir verða reyndir. 11 Taktu eftir! Ég kem skjótt! Haltu fast því sem þú hefur, svo að enginn taki kórónu þína. 12 Þann sem sigrar mun ég gera að máttarstólpa í musteri Guðs míns. Þar mun hann standa að eilífu og ekki haggast og á hann mun ég rita nafn Guðs míns. Hann mun tilheyra borg Guðs, hinni nýju Jerúsalem, sem kemur niður af himni frá Guði, og á hann mun verða skráð mitt nýja nafn. 13 Þið sem heyrið, hlustið á það sem andi Guðs segir söfnuðunum. 14 Þetta skaltu skrifa leiðtoga safnaðarins í Laódíkeu:Þetta segir sá sem stöðugur stendur, votturinn trúi og sanni, upphafið að sköpun Guðs: 15 Ég þekki þig – þú ert hvorki heitur né kaldur. Heldur vildi ég að þú værir annað hvort, 16 en fyrst þú ert aðeins volgur, þá mun ég skyrpa þér út úr munni mínum! 17 Þú segir: „Ég er ríkur. Ég á allt sem ég þarf, mig skortir ekkert.“ Þú veist ekki að þú hefur liðið andlegt skipbrot og að þú ert fátækur vesalingur, bæði blindur og nakinn. 18 En ég ráðlegg þér að kaupa hreint gull af mér, gull sem er hreinsað í eldi. Það er eina leiðin fyrir þig til að eignast sönn auðæfi. Ég ráðlegg þér einnig að kaupa hjá mér hvít klæði, hrein og flekklaus, svo að þú verðir þér ekki til skammar með nekt þinni. Þú ættir líka að fá hjá mér smyrsl til að lækna í þér augun, svo að þú fáir aftur sjónina. 19 Ég aga þá sem ég elska og refsa þeim – einnig þér. Vertu því skynsamur og gjörðu iðrun. 20 Taktu eftir! Ég stend fyrir utan og ber að dyrum. Ef einhver heyrir til mín og opnar, mun ég fara inn til hans og setjast til borðs með honum og hann með mér. 21 Þann sem sigrar, mun ég láta sitja mér við hlið í hásæti mínu, á sama hátt og ég sigraði og settist við hlið föður míns í hásæti hans. 22 Þeir sem heyra, hlusti á það sem andi Guðs segir söfnuðunum.
In Other Versions
Revelation 3 in the ANGEFD
Revelation 3 in the ANTPNG2D
Revelation 3 in the AS21
Revelation 3 in the BAGH
Revelation 3 in the BBPNG
Revelation 3 in the BBT1E
Revelation 3 in the BDS
Revelation 3 in the BEV
Revelation 3 in the BHAD
Revelation 3 in the BIB
Revelation 3 in the BLPT
Revelation 3 in the BNT
Revelation 3 in the BNTABOOT
Revelation 3 in the BNTLV
Revelation 3 in the BOATCB
Revelation 3 in the BOATCB2
Revelation 3 in the BOBCV
Revelation 3 in the BOCNT
Revelation 3 in the BOECS
Revelation 3 in the BOGWICC
Revelation 3 in the BOHCB
Revelation 3 in the BOHCV
Revelation 3 in the BOHLNT
Revelation 3 in the BOHNTLTAL
Revelation 3 in the BOICB
Revelation 3 in the BOITCV
Revelation 3 in the BOKCV
Revelation 3 in the BOKCV2
Revelation 3 in the BOKHWOG
Revelation 3 in the BOKSSV
Revelation 3 in the BOLCB
Revelation 3 in the BOLCB2
Revelation 3 in the BOMCV
Revelation 3 in the BONAV
Revelation 3 in the BONCB
Revelation 3 in the BONLT
Revelation 3 in the BONUT2
Revelation 3 in the BOPLNT
Revelation 3 in the BOSCB
Revelation 3 in the BOSNC
Revelation 3 in the BOTLNT
Revelation 3 in the BOVCB
Revelation 3 in the BOYCB
Revelation 3 in the BPBB
Revelation 3 in the BPH
Revelation 3 in the BSB
Revelation 3 in the CCB
Revelation 3 in the CUV
Revelation 3 in the CUVS
Revelation 3 in the DBT
Revelation 3 in the DGDNT
Revelation 3 in the DHNT
Revelation 3 in the DNT
Revelation 3 in the ELBE
Revelation 3 in the EMTV
Revelation 3 in the ESV
Revelation 3 in the FBV
Revelation 3 in the FEB
Revelation 3 in the GGMNT
Revelation 3 in the GNT
Revelation 3 in the HARY
Revelation 3 in the HNT
Revelation 3 in the IRVA
Revelation 3 in the IRVB
Revelation 3 in the IRVG
Revelation 3 in the IRVH
Revelation 3 in the IRVK
Revelation 3 in the IRVM
Revelation 3 in the IRVM2
Revelation 3 in the IRVO
Revelation 3 in the IRVP
Revelation 3 in the IRVT
Revelation 3 in the IRVT2
Revelation 3 in the IRVU
Revelation 3 in the ISVN
Revelation 3 in the JSNT
Revelation 3 in the KAPI
Revelation 3 in the KBT1ETNIK
Revelation 3 in the KBV
Revelation 3 in the KJV
Revelation 3 in the KNFD
Revelation 3 in the LBA
Revelation 3 in the LBLA
Revelation 3 in the LNT
Revelation 3 in the LSV
Revelation 3 in the MAAL
Revelation 3 in the MBV
Revelation 3 in the MBV2
Revelation 3 in the MHNT
Revelation 3 in the MKNFD
Revelation 3 in the MNG
Revelation 3 in the MNT
Revelation 3 in the MNT2
Revelation 3 in the MRS1T
Revelation 3 in the NAA
Revelation 3 in the NASB
Revelation 3 in the NBLA
Revelation 3 in the NBS
Revelation 3 in the NBVTP
Revelation 3 in the NET2
Revelation 3 in the NIV11
Revelation 3 in the NNT
Revelation 3 in the NNT2
Revelation 3 in the NNT3
Revelation 3 in the PDDPT
Revelation 3 in the PFNT
Revelation 3 in the RMNT
Revelation 3 in the SBIAS
Revelation 3 in the SBIBS
Revelation 3 in the SBIBS2
Revelation 3 in the SBICS
Revelation 3 in the SBIDS
Revelation 3 in the SBIGS
Revelation 3 in the SBIHS
Revelation 3 in the SBIIS
Revelation 3 in the SBIIS2
Revelation 3 in the SBIIS3
Revelation 3 in the SBIKS
Revelation 3 in the SBIKS2
Revelation 3 in the SBIMS
Revelation 3 in the SBIOS
Revelation 3 in the SBIPS
Revelation 3 in the SBISS
Revelation 3 in the SBITS
Revelation 3 in the SBITS2
Revelation 3 in the SBITS3
Revelation 3 in the SBITS4
Revelation 3 in the SBIUS
Revelation 3 in the SBIVS
Revelation 3 in the SBT
Revelation 3 in the SBT1E
Revelation 3 in the SCHL
Revelation 3 in the SNT
Revelation 3 in the SUSU
Revelation 3 in the SUSU2
Revelation 3 in the SYNO
Revelation 3 in the TBIAOTANT
Revelation 3 in the TBT1E
Revelation 3 in the TBT1E2
Revelation 3 in the TFTIP
Revelation 3 in the TFTU
Revelation 3 in the TGNTATF3T
Revelation 3 in the THAI
Revelation 3 in the TNFD
Revelation 3 in the TNT
Revelation 3 in the TNTIK
Revelation 3 in the TNTIL
Revelation 3 in the TNTIN
Revelation 3 in the TNTIP
Revelation 3 in the TNTIZ
Revelation 3 in the TOMA
Revelation 3 in the TTENT
Revelation 3 in the UBG
Revelation 3 in the UGV
Revelation 3 in the UGV2
Revelation 3 in the UGV3
Revelation 3 in the VBL
Revelation 3 in the VDCC
Revelation 3 in the YALU
Revelation 3 in the YAPE
Revelation 3 in the YBVTP
Revelation 3 in the ZBP