Acts 2 (BOILNTAP)

1 Nú voru liðnar sjö vikur frá dauða og upprisu Jesú og kominn hvítasunnudagur. Þegar hinir trúuðu höfðu safnast saman þennan dag, 2 heyrðist skyndilega þytur, líkt og stormgnýr, uppi yfir þeim og fyllti húsið sem þeir voru í. 3 Síðan birtist eitthvað sem líktist eldtungum og settist á höfuð þeirra. 4 Þá fylltust þeir allir heilögum anda og fóru að tala tungumál, sem þeir höfðu aldrei lært, en heilagur andi gerði þeim kleift að tala. 5 Margir guðræknir Gyðingar voru í Jerúsalem þennan dag. Þeir höfðu komið frá ýmsum löndum, til að taka þátt í hátíðinni. 6 Þegar þeir heyrðu stormgnýinn fara um loftið komu þeir hlaupandi til að sjá hvað væri á seyði. Þegar fólkið heyrði lærisveinana tala á sínum þjóðtungum varð það forviða. 7 „Hvernig má þetta vera?“ hrópaði það. „Eru þetta ekki allt saman Galíleumenn? 8 Samt heyrum við þá tala okkar eigin tungumál! 9 Við, sem erum Partar, Medar og Elamítar, og komum frá Mesapótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu. 10 Við frá Frýgíu, Pamfýlíu, Egyptalandi, og við sem tölum Kýrene-mállýskuna í Líbýu, og við sem komum frá Róm – bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa Gyðingatrú – 11 Krítverjar og Arabar… við heyrum þá tala á okkar máli um máttarverk Guðs!“ 12 Þarna stóð fólkið og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. „Hvað er nú þetta?“ spurði það hvert annað. 13 Aðrir gerðu grín að öllu saman og sögðu: „Þeir eru drukknir, það er allt og sumt!“ 14 Þá gekk Pétur fram, ásamt postulunum ellefu og kallaði til mannfjöldans: „Hlustið nú öll, hvort sem þið eruð gestir eða íbúar í Jerúsalem. 15 Sumir ykkar segja að þessir menn séu drukknir. Það er ekki rétt. Það er ekki orðið nógu áliðið dags til að svo geti verið. Menn drekka sig ekki fulla klukkan 9 að morgni. 16 Þetta sem þið hafið séð í morgun, var sagt fyrir af Jóel spámanni fyrir mörgum öldum: 17 „Á hinum síðustu dögum,“ segir Guð, „mun ég úthella anda mínum yfir alla menn. Og þá munu synir ykkar og dætur spá, æskumenn ykkar sjá sýnir og aldrað fólk mun dreyma merkilega drauma. 18 Heilagur andi mun koma yfir alla þjóna mína, konur og karla, og þau munu spá. 19 Ég mun láta undur gerast á himni og jörðu – blóð, eld og reykjarmökk. 20 Sólin skal verða svört og tunglið rautt eins og blóð, áður en hinn mikli og dýrlegi dagur Drottins kemur. 21 En hver sem ákallar Drottin mun frelsast.“ 22 Ísraelsmenn, takið eftir! Guð sýndi berlega hver Jesús frá Nasaret var, með því að láta hann vinna mikil kraftaverk, sem ykkur eru kunn. 23 Guð, sem var að framkvæma fyrirætlun sína, leyfði ykkur með aðstoð rómverskra yfirvalda að negla Jesú á krossinn og taka hann af lífi. 24 Eftir það leysti Guð hann úr greipum dauðans og lét hann vakna aftur til lífsins, því dauðinn gat ekki haldið honum. 25 Davíð konungur segir um hann:„Ég veit að Drottinn er alltaf með mér. Hann hjálpar mér. Hann styður mig með mætti sínum. 26 Því gleðst hjarta mitt og tunga mín vegsamar hann. Ég veit að líkami minn þarf ekki að óttast dauðann, 27 því að hvorki munt þú skilja sál mína eftir meðal hinna dánu, né láta líkama sonar þíns rotna. 28 Þú gefur mér lífið á ný og fyllir mig dýrlegri gleði í nálægð þinni.“ 29 Kæru vinir, hugleiðið þetta. Davíð var ekki að tala um sjálfan sig, þegar hann sagði þessi orð, því að hann dó og var grafinn og gröf hans er enn hér á meðal okkar. 30 En hann var spámaður og vissi að Guð hafði lofað því með órjúfanlegum eiði, að einn af afkomendum hans skyldi verða Kristur og sitja í hásæti hans. 31 Davíð sá langt fram í tímann og sagði fyrir um upprisu Krists, að sál hans yrði ekki skilin eftir meðal hinna dánu og líkami hans myndi ekki heldur rotna. 32 Þarna var hann að tala um Jesú og við erum öll vitni að því að Jesús reis upp frá dauðum. 33 Nú situr hann í æðsta heiðurssæti á himnum við hlið Guðs. Faðirinn hafði lofað að gefa honum vald til að senda heilagan anda – og í dag hafið þið séð þetta loforð efnt. 34 Davíð var aldrei hafinn til himins. En hann sagði einnig: „Guð sagði við minn Drottin, það er að segja Krist: „Set þig hér í heiðurssætið við hlið mér, 35 þar til ég hef gjörsigrað óvini þína.“ “ 36 Ég lýsi því hér með yfir við alla í Ísrael að Guð hefur gert þennan Jesú, sem þið krossfestuð, bæði að Drottni og Kristi.“ 37 Orð Péturs höfðu djúp áhrif á fólkið og það sagði við hann og hina postulana: „Hvað eigum við þá að gera, bræður?“ 38 Pétur svaraði: „Sérhvert ykkar verður að snúa sér frá syndinni og láta skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna, og þá fáið þið einnig þessa gjöf, heilagan anda. 39 Kristur hét því að allir skyldu fá gjöf heilags anda, allir sem Drottinn Guð okkar kallar til sín, einnig börnin ykkar og þeir sem búa í fjarlægum löndum.“ 40 Pétur hélt langa ræðu, skoraði á fólkið og sagði: „Látið frelsast frá syndum þessarar þjóðar!“ 41 Þeir sem trúðu orðum Péturs tóku skírn, alls um 3.000 manns. 42 Þau héldu fast við kenningu postulanna og ræktu samfélagið, brotningu brauðsins og bænirnar. 43 Öll ræktu þau trú sína vel og postularnir gerðu mörg kraftaverk. 44 Allir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. 45 Þeir seldu eigur sínar og skiptu síðan milli allra eftir þörfum hvers og eins. 46 Þeir komu daglega saman í musterinu, til að lofa Guð og tilbiðja. Einnig hittist fólkið í smáhópum, í heimahúsum, þar sem brauðið var brotið. Þau neyttu fæðunnar með gleði og þakklæti, 47 og vegsömuðu Guð. Þau voru vinsæl meðal allra og Drottinn bætti daglega í hópinn nýju fólki sem lét frelsast.

In Other Versions

Acts 2 in the ANGEFD

Acts 2 in the ANTPNG2D

Acts 2 in the AS21

Acts 2 in the BAGH

Acts 2 in the BBPNG

Acts 2 in the BBT1E

Acts 2 in the BDS

Acts 2 in the BEV

Acts 2 in the BHAD

Acts 2 in the BIB

Acts 2 in the BLPT

Acts 2 in the BNT

Acts 2 in the BNTABOOT

Acts 2 in the BNTLV

Acts 2 in the BOATCB

Acts 2 in the BOATCB2

Acts 2 in the BOBCV

Acts 2 in the BOCNT

Acts 2 in the BOECS

Acts 2 in the BOGWICC

Acts 2 in the BOHCB

Acts 2 in the BOHCV

Acts 2 in the BOHLNT

Acts 2 in the BOHNTLTAL

Acts 2 in the BOICB

Acts 2 in the BOITCV

Acts 2 in the BOKCV

Acts 2 in the BOKCV2

Acts 2 in the BOKHWOG

Acts 2 in the BOKSSV

Acts 2 in the BOLCB

Acts 2 in the BOLCB2

Acts 2 in the BOMCV

Acts 2 in the BONAV

Acts 2 in the BONCB

Acts 2 in the BONLT

Acts 2 in the BONUT2

Acts 2 in the BOPLNT

Acts 2 in the BOSCB

Acts 2 in the BOSNC

Acts 2 in the BOTLNT

Acts 2 in the BOVCB

Acts 2 in the BOYCB

Acts 2 in the BPBB

Acts 2 in the BPH

Acts 2 in the BSB

Acts 2 in the CCB

Acts 2 in the CUV

Acts 2 in the CUVS

Acts 2 in the DBT

Acts 2 in the DGDNT

Acts 2 in the DHNT

Acts 2 in the DNT

Acts 2 in the ELBE

Acts 2 in the EMTV

Acts 2 in the ESV

Acts 2 in the FBV

Acts 2 in the FEB

Acts 2 in the GGMNT

Acts 2 in the GNT

Acts 2 in the HARY

Acts 2 in the HNT

Acts 2 in the IRVA

Acts 2 in the IRVB

Acts 2 in the IRVG

Acts 2 in the IRVH

Acts 2 in the IRVK

Acts 2 in the IRVM

Acts 2 in the IRVM2

Acts 2 in the IRVO

Acts 2 in the IRVP

Acts 2 in the IRVT

Acts 2 in the IRVT2

Acts 2 in the IRVU

Acts 2 in the ISVN

Acts 2 in the JSNT

Acts 2 in the KAPI

Acts 2 in the KBT1ETNIK

Acts 2 in the KBV

Acts 2 in the KJV

Acts 2 in the KNFD

Acts 2 in the LBA

Acts 2 in the LBLA

Acts 2 in the LNT

Acts 2 in the LSV

Acts 2 in the MAAL

Acts 2 in the MBV

Acts 2 in the MBV2

Acts 2 in the MHNT

Acts 2 in the MKNFD

Acts 2 in the MNG

Acts 2 in the MNT

Acts 2 in the MNT2

Acts 2 in the MRS1T

Acts 2 in the NAA

Acts 2 in the NASB

Acts 2 in the NBLA

Acts 2 in the NBS

Acts 2 in the NBVTP

Acts 2 in the NET2

Acts 2 in the NIV11

Acts 2 in the NNT

Acts 2 in the NNT2

Acts 2 in the NNT3

Acts 2 in the PDDPT

Acts 2 in the PFNT

Acts 2 in the RMNT

Acts 2 in the SBIAS

Acts 2 in the SBIBS

Acts 2 in the SBIBS2

Acts 2 in the SBICS

Acts 2 in the SBIDS

Acts 2 in the SBIGS

Acts 2 in the SBIHS

Acts 2 in the SBIIS

Acts 2 in the SBIIS2

Acts 2 in the SBIIS3

Acts 2 in the SBIKS

Acts 2 in the SBIKS2

Acts 2 in the SBIMS

Acts 2 in the SBIOS

Acts 2 in the SBIPS

Acts 2 in the SBISS

Acts 2 in the SBITS

Acts 2 in the SBITS2

Acts 2 in the SBITS3

Acts 2 in the SBITS4

Acts 2 in the SBIUS

Acts 2 in the SBIVS

Acts 2 in the SBT

Acts 2 in the SBT1E

Acts 2 in the SCHL

Acts 2 in the SNT

Acts 2 in the SUSU

Acts 2 in the SUSU2

Acts 2 in the SYNO

Acts 2 in the TBIAOTANT

Acts 2 in the TBT1E

Acts 2 in the TBT1E2

Acts 2 in the TFTIP

Acts 2 in the TFTU

Acts 2 in the TGNTATF3T

Acts 2 in the THAI

Acts 2 in the TNFD

Acts 2 in the TNT

Acts 2 in the TNTIK

Acts 2 in the TNTIL

Acts 2 in the TNTIN

Acts 2 in the TNTIP

Acts 2 in the TNTIZ

Acts 2 in the TOMA

Acts 2 in the TTENT

Acts 2 in the UBG

Acts 2 in the UGV

Acts 2 in the UGV2

Acts 2 in the UGV3

Acts 2 in the VBL

Acts 2 in the VDCC

Acts 2 in the YALU

Acts 2 in the YAPE

Acts 2 in the YBVTP

Acts 2 in the ZBP