Luke 23 (BOILNTAP)

1 Síðan lagði allt ráðið af stað með Jesú til Pílatusar landstjóra. 2 Er þangað kom, byrjuðu þeir strax að ákæra hann: „Þessi maður var að leiða þjóðina afvega. Hann segir að enginn eigi að borga skatta til rómversku yfirvaldanna og sjálfur segist hann vera Kristur konungurinn.“ 3 „Ert þú Kristur – konungur þeirra?“ spurði Pílatus.„Já,“ svaraði Jesús, „það er eins og þú segir.“ 4 Þá sneri Pílatus sér að æðstu prestunum og mannfjöldanum og sagði: „Ég finn alls enga sök hjá honum.“ 5 Þá æstust þeir um allan helming og sögðu: „Hann æsir til andófs gegn yfirvöldunum hvar sem hann fer, um allt skattlandið, allt frá Galíleu þar sem hann byrjaði og hingað til Jerúsalem.“ 6 „Er hann frá Galíleu?“ spurði Pílatus. 7 Þegar þeir játuðu því, sagði hann þeim að fara með Jesú til Heródesar konungs, því að Galílea væri lögsagnarumdæmi hans. Og þannig vildi til að Heródes var staddur í Jerúsalem um þetta leyti. 8 Heródesi þótti gaman að fá tækifæri til að sjá Jesú, því að hann hafði heyrt margt um hann og vonaðist til að sjá hann gera kraftaverk. 9 Hann spurði Jesú fjölmargra spurninga, en fékk ekkert svar. 10 Á meðan stóðu æðstu prestarnir og hinir trúarleiðtogarnir þar hjá og ákærðu hann harðlega. 11 Síðan tóku Heródes og hermenn hans að hæða Jesú og spotta. Þeir klæddu hann í konunglega skikkju og sendu hann síðan aftur til Pílatusar. 12 Þennan dag urðu Heródes og Pílatus vinir – en áður höfðu þeir verið svarnir óvinir. 13 Nú kallaði Pílatus saman æðstu prestana og leiðtoga Gyðinganna, ásamt fólkinu 14 og kunngjörði úrskurð sinn:„Þið komuð hingað með þennan mann og ákærðuð hann fyrir að stjórna uppreisn gegn rómversku yfirvöldunum. Ég hef rannsakað mál hans gaumgæfilega og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 15 Heródes er mér sammála og hann sendi hann aftur til okkar. Þessi maður hefur ekkert gert sem dauða er vert. 16 16,17 Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan, enda er venja að náða einn fanga á páskunum.“ 18 Þá kvað við hávært óp frá mannþyrpingunni – allir hrópuðu sem einn maður: „Burt með hann! Krossfestu hann! En slepptu Barrabasi.“ 19 (Barrabas sat í fangelsi fyrir að vekja uppþot í Jerúsalem gegn yfirvöldunum og fyrir manndráp.) 20 Pílatus reyndi nú að sannfæra þá, því að hann vildi sleppa Jesú 21 en þeir hrópuðu á móti: „Krossfestu hann! Krossfestu hann!“ 22 Enn einu sinni – í þriðja sinn – spurði Pílatus ákveðinn: „Hvers vegna? Hvaða glæp hefur hann drýgt? Ég sé enga ástæðu til að dæma hann til dauða. Ég ætla því að láta húðstrýkja hann og sleppa honum síðan.“ 23 Þá heimtuðu þeir aftur að Jesús yrði krossfestur og urðu hróp þeirra svo hávær að þau yfirgnæfðu allt annað. 24 Þá dæmdi Pílatus Jesú til dauða, eins og fólkið krafðist, 25 en sleppti Barrabasi samkvæmt ósk þess – manninum sem sat í fangelsi fyrir óeirðir og manndráp. Síðan afhenti hann þeim Jesú, svo að þeir gætu gert við hann það sem þeir vildu. 26 Þegar hópurinn var lagður af stað með Jesú til aftökustaðarins, var maður sem var að koma utan úr sveit, Símon frá Kýrene, þvingaður til að bera kross hans. 27 Mikill mannfjöldi fylgdi á eftir, þar á meðal margar grátandi konur. 28 Jesús sneri sér við og sagði við þær: „Jerúsalemdætur, þið skuluð ekki gráta mín vegna, heldur vegna ykkar sjálfra og barna ykkar. 29 Þeir dagar munu koma er barnlausar konur verða taldar heppnar. 30 Þá munu menn biðja fjöllin um að hrynja yfir sig og hæðirnar að hylja sig, 31 því að ef þetta er gert við mig, hið lifandi tré, hvernig mun þá fara fyrir ykkur.“ 32 32,33 Ásamt Jesú voru tveir afbrotamenn leiddir til aftökustaðarins sem hét „Hauskúpa“. Þar voru þeir allir krossfestir, Jesús í miðið, en hinir tveir sinn til hvorrar handar. 34 Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.“Hermennirnir köstuðu nú hlutkesti um föt Jesú, eina flík í senn. 35 Fólkið stóð og fylgdist með, en leiðtogar þjóðarinnar gerðu gys að honum og sögðu: „Hann gat hjálpað öðrum, en nú ætti hann að hjálpa sjálfum sér og sanna með því að hann sé í raun og veru Kristur, útvalinn konungur Guðs.“ 36 Hermennirnir hæddu hann líka með því að rétta honum súrt vín að drekka. 37 Þeir hrópuðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga, bjargaðu þá sjálfum þér.“ 38 Fyrir ofan hann var neglt spjald á krossinn. Þar stóð: „Þessi er konungur Gyðinga.“ 39 Annar afbrotamannanna, sem hékk við hlið hans, sendi honum háðsglósu og sagði: „Svo þú ert Kristur, er það ekki? Sannaðu það þá með því að bjarga sjálfum þér – og okkur.“ 40 40,41 Hinn glæpamaðurinn mótmælti þeim fyrri og sagði: „Óttastu ekki einu sinni Guð á dauðastundinni? Við höfum unnið til þessarar þungu refsingar, en þessi maður hefur ekkert rangt aðhafst.“ 42 Síðan sneri hann sér að Jesú og sagði: „Jesú, minnstu mín þegar þú kemur í ríki þitt.“ 43 Jesús svaraði: „Ég lofa þér því, að í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ 44 Nú var komið hádegi, en þá varð dimmt um allt landið fram til klukkan þrjú, 45 því að sólin myrkvaðist. Þá gerðist það að fortjaldið í musterinu rifnaði í tvennt. 46 Þá hrópaði Jesús: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn,“ og að svo mæltu dó hann. 47 Þegar rómverski herforinginn, sem stjórnaði aftökunum, sá hvað gerðist, varð hann hræddur og sagði: „Ég er viss um að þessi maður hefur verið saklaus.“ 48 Þegar fólkið, sem kom til að fylgjast með krossfestingunni, sá að Jesús var dáinn, fór það heim harmi slegið. 49 Meðan þetta gerðist, stóðu vinir Jesú og konurnar, sem fylgt höfðu honum frá Galíleu, álengdar og fylgdust með. 50 50-52 Maður nokkur frá Arímaþeu, Jósef að nafni, kunnur ráðherra, fór til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Hann var guðrækinn maður, sem vænti komu Krists og hafði verið ósammála hinum um hvað gera skyldi við Jesú. 53 Hann tók því líkama Jesú niður af krossinum og vafði í léreftsdúk og lagði síðan í nýja gröf sem höggvin hafði verið í klett. 54 Þetta gerðist síðdegis á föstudegi, aðfangadegi páska, á sama tíma og fólk var að undirbúa hátíðina. 55 Konurnar sáu er líkaminn var tekinn niður og fylgdust með þegar hann var lagður í gröfina. 56 Síðan fóru þær heim og tilreiddu kryddjurtir og smyrsl til að smyrja hann með.Í þann mund er þær höfðu lokið verki sínu, gekk hátíðin í garð. Þær héldu kyrru fyrir það kvöld og næsta dag, eins og krafist var í lögunum.

In Other Versions

Luke 23 in the ANGEFD

Luke 23 in the ANTPNG2D

Luke 23 in the AS21

Luke 23 in the BAGH

Luke 23 in the BBPNG

Luke 23 in the BBT1E

Luke 23 in the BDS

Luke 23 in the BEV

Luke 23 in the BHAD

Luke 23 in the BIB

Luke 23 in the BLPT

Luke 23 in the BNT

Luke 23 in the BNTABOOT

Luke 23 in the BNTLV

Luke 23 in the BOATCB

Luke 23 in the BOATCB2

Luke 23 in the BOBCV

Luke 23 in the BOCNT

Luke 23 in the BOECS

Luke 23 in the BOGWICC

Luke 23 in the BOHCB

Luke 23 in the BOHCV

Luke 23 in the BOHLNT

Luke 23 in the BOHNTLTAL

Luke 23 in the BOICB

Luke 23 in the BOITCV

Luke 23 in the BOKCV

Luke 23 in the BOKCV2

Luke 23 in the BOKHWOG

Luke 23 in the BOKSSV

Luke 23 in the BOLCB

Luke 23 in the BOLCB2

Luke 23 in the BOMCV

Luke 23 in the BONAV

Luke 23 in the BONCB

Luke 23 in the BONLT

Luke 23 in the BONUT2

Luke 23 in the BOPLNT

Luke 23 in the BOSCB

Luke 23 in the BOSNC

Luke 23 in the BOTLNT

Luke 23 in the BOVCB

Luke 23 in the BOYCB

Luke 23 in the BPBB

Luke 23 in the BPH

Luke 23 in the BSB

Luke 23 in the CCB

Luke 23 in the CUV

Luke 23 in the CUVS

Luke 23 in the DBT

Luke 23 in the DGDNT

Luke 23 in the DHNT

Luke 23 in the DNT

Luke 23 in the ELBE

Luke 23 in the EMTV

Luke 23 in the ESV

Luke 23 in the FBV

Luke 23 in the FEB

Luke 23 in the GGMNT

Luke 23 in the GNT

Luke 23 in the HARY

Luke 23 in the HNT

Luke 23 in the IRVA

Luke 23 in the IRVB

Luke 23 in the IRVG

Luke 23 in the IRVH

Luke 23 in the IRVK

Luke 23 in the IRVM

Luke 23 in the IRVM2

Luke 23 in the IRVO

Luke 23 in the IRVP

Luke 23 in the IRVT

Luke 23 in the IRVT2

Luke 23 in the IRVU

Luke 23 in the ISVN

Luke 23 in the JSNT

Luke 23 in the KAPI

Luke 23 in the KBT1ETNIK

Luke 23 in the KBV

Luke 23 in the KJV

Luke 23 in the KNFD

Luke 23 in the LBA

Luke 23 in the LBLA

Luke 23 in the LNT

Luke 23 in the LSV

Luke 23 in the MAAL

Luke 23 in the MBV

Luke 23 in the MBV2

Luke 23 in the MHNT

Luke 23 in the MKNFD

Luke 23 in the MNG

Luke 23 in the MNT

Luke 23 in the MNT2

Luke 23 in the MRS1T

Luke 23 in the NAA

Luke 23 in the NASB

Luke 23 in the NBLA

Luke 23 in the NBS

Luke 23 in the NBVTP

Luke 23 in the NET2

Luke 23 in the NIV11

Luke 23 in the NNT

Luke 23 in the NNT2

Luke 23 in the NNT3

Luke 23 in the PDDPT

Luke 23 in the PFNT

Luke 23 in the RMNT

Luke 23 in the SBIAS

Luke 23 in the SBIBS

Luke 23 in the SBIBS2

Luke 23 in the SBICS

Luke 23 in the SBIDS

Luke 23 in the SBIGS

Luke 23 in the SBIHS

Luke 23 in the SBIIS

Luke 23 in the SBIIS2

Luke 23 in the SBIIS3

Luke 23 in the SBIKS

Luke 23 in the SBIKS2

Luke 23 in the SBIMS

Luke 23 in the SBIOS

Luke 23 in the SBIPS

Luke 23 in the SBISS

Luke 23 in the SBITS

Luke 23 in the SBITS2

Luke 23 in the SBITS3

Luke 23 in the SBITS4

Luke 23 in the SBIUS

Luke 23 in the SBIVS

Luke 23 in the SBT

Luke 23 in the SBT1E

Luke 23 in the SCHL

Luke 23 in the SNT

Luke 23 in the SUSU

Luke 23 in the SUSU2

Luke 23 in the SYNO

Luke 23 in the TBIAOTANT

Luke 23 in the TBT1E

Luke 23 in the TBT1E2

Luke 23 in the TFTIP

Luke 23 in the TFTU

Luke 23 in the TGNTATF3T

Luke 23 in the THAI

Luke 23 in the TNFD

Luke 23 in the TNT

Luke 23 in the TNTIK

Luke 23 in the TNTIL

Luke 23 in the TNTIN

Luke 23 in the TNTIP

Luke 23 in the TNTIZ

Luke 23 in the TOMA

Luke 23 in the TTENT

Luke 23 in the UBG

Luke 23 in the UGV

Luke 23 in the UGV2

Luke 23 in the UGV3

Luke 23 in the VBL

Luke 23 in the VDCC

Luke 23 in the YALU

Luke 23 in the YAPE

Luke 23 in the YBVTP

Luke 23 in the ZBP