Ephesians 5 (BOILNTAP)
1 Takið Guð til fyrirmyndar í öllu, eins og barn sem elskar föður sinn og hlýðir honum. 2 Lifið í kærleika og fylgið þannig fordæmi Krists, sem elskaði ykkur og fórnaði sjálfum sér frammi fyrir Guði til að taka burt syndir ykkar. Kærleikur Krists til ykkar var Guði mjög að skapi, rétt eins og sætur ilmur. 3 Lauslæti, óhreinleiki eða ágirnd á ekki að nefnast á nafn á meðal ykkar. 4 Klúrar sögur, heimskulegt tal og grófir brandarar – slíkt hæfir ykkur ekki. Í stað þess skuluð þið minna hvert annað á gæsku Guðs og verið þakklát. 5 Eitt getið þið verið viss um: Sá sem er lauslátur og lifir í óhreinleika og ágirnd mun ekki fá inngöngu í ríki Krists og Guðs. Hinn ágjarni er í raun og veru hjáguðadýrkandi – hann elskar og tignar lífsgæðin í stað Guðs. 6 Látið ekki blekkjast af þeim sem afsaka þessar syndir, því að reiði Guðs kemur yfir alla sem þær drýgja. 7 Hafið ekkert samband við slíkt fólk, 8 því að þótt myrkrið hafi eitt sinn ríkt í hjörtum ykkar, þá eru þau nú böðuð ljósi Drottins. Líferni ykkar ætti að bera því gleggstan vott! 9 Í ljósi Drottins eflist góðvild, réttlæti og sannleikur. 10 Reynið að skilja hver er vilji Drottins. 11 Takið engan þátt í því sem illt er – verkum myrkursins, þau leiða aðeins til spillingar. Bendið heldur á þau og flettið ofan af þeim. 12 Það sem hinir óguðlegu leggja stund á í leyndum, er svo svívirðilegt, að mér er jafnvel ómögulegt að nefna það á nafn! 13 Þegar þið flettið ofan af þessum hlutum, skín ljósið á syndir þeirra og þær verða augljósar. En þegar þeir sem þannig lifa, sjá hve illa þeir eru á vegi staddir, snúa sumir þeirra sér ef til vill til Guðs og verða börn ljóssins. 14 Um þetta segir Guðs orð: „Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér.“ 15 15,16 Gætið vel að hegðun ykkar, því við lifum á erfiðum tímum. Verið ekki óskynsöm, heldur skynsöm! Notið til fullnustu hvert það tækifæri sem þið fáið til að gera hið góða. 17 Gerið ekkert í hugsunarleysi en reynið að skilja hver er vilji Drottins og framkvæmið hann. 18 Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, því að drykkjuskapur leiðir aðeins til ills, fyllist heldur heilögum anda og látið stjórnast af honum. 19 Ræðið saman um Drottin, vitnið í sálma og söngva, syngið andlega söngva. Syngið og leikið Drottni lof í hjörtum ykkar 20 og þakkið Guði föður fyrir alla hluti í nafni Drottins Jesú Krists. 21 Verið hvert öðru undirgefin, slíkt hugarfar er Drottni velþóknanlegt. 22 Eiginkonur, lútið eiginmönnum ykkar eins og um Drottin væri að ræða. 23 Eiginmaður ber ábyrgð á konu sinni, á sama hátt og Kristur ber ábyrgð á líkama sínum, kirkjunni, en hann gaf líf sitt til að vernda hana og frelsa. 24 Eiginkonur, lútið mönnum ykkar í öllu og það fúslega, á sama hátt og söfnuðurinn er undirgefinn Kristi. 25 Eiginmenn! Sýnið konum ykkar sömu ást og umhyggju og Kristur söfnuðinum, þegar hann dó fyrir hann, 26 til að helga, hreinsa og þvo hann í skírninni og orði Guðs. 27 Þetta gerði hann til að geta leitt til sín fullkominn söfnuð, án bletts eða hrukku, heilagan og lýtalausan. 28 Á sama hátt eiga eiginmenn að koma fram við konur sínar. Þeir eiga að elska þær sem hluta af sjálfum sér. Fyrst eiginmaðurinn og eiginkonan eru eitt, þá er maðurinn í raun og veru að gera sjálfum sér greiða og elska sjálfan sig, þegar hann elskar eiginkonu sína! 29 29,30 Enginn hatar sinn eigin líkama, heldur gæta menn hans af mikilli umhyggju. Eins er með Krist, hann gætir líkama síns, safnaðarins, en við erum hvert um sig limir á þeim líkama. 31 Biblían sýnir ljóslega með eftirfarandi orðum að eiginmaður og eiginkona séu einn líkami: „Þegar maðurinn giftist verður hann að yfirgefa föður sinn og móður, svo að hann geti að fullu og öllu sameinast konunni og þau tvö orðið eitt.“ 32 Ég veit að þetta er torskilið, en sambandið milli Krists og safnaðar hans hjálpar okkur þó að skilja það. 33 Ég endurtek því: Maðurinn verður að elska konu sína sem hluta af sjálfum sér og konan verður að gæta þess að heiðra mann sinn og hlýða honum.
In Other Versions
Ephesians 5 in the ANGEFD
Ephesians 5 in the ANTPNG2D
Ephesians 5 in the AS21
Ephesians 5 in the BAGH
Ephesians 5 in the BBPNG
Ephesians 5 in the BBT1E
Ephesians 5 in the BDS
Ephesians 5 in the BEV
Ephesians 5 in the BHAD
Ephesians 5 in the BIB
Ephesians 5 in the BLPT
Ephesians 5 in the BNT
Ephesians 5 in the BNTABOOT
Ephesians 5 in the BNTLV
Ephesians 5 in the BOATCB
Ephesians 5 in the BOATCB2
Ephesians 5 in the BOBCV
Ephesians 5 in the BOCNT
Ephesians 5 in the BOECS
Ephesians 5 in the BOGWICC
Ephesians 5 in the BOHCB
Ephesians 5 in the BOHCV
Ephesians 5 in the BOHLNT
Ephesians 5 in the BOHNTLTAL
Ephesians 5 in the BOICB
Ephesians 5 in the BOITCV
Ephesians 5 in the BOKCV
Ephesians 5 in the BOKCV2
Ephesians 5 in the BOKHWOG
Ephesians 5 in the BOKSSV
Ephesians 5 in the BOLCB
Ephesians 5 in the BOLCB2
Ephesians 5 in the BOMCV
Ephesians 5 in the BONAV
Ephesians 5 in the BONCB
Ephesians 5 in the BONLT
Ephesians 5 in the BONUT2
Ephesians 5 in the BOPLNT
Ephesians 5 in the BOSCB
Ephesians 5 in the BOSNC
Ephesians 5 in the BOTLNT
Ephesians 5 in the BOVCB
Ephesians 5 in the BOYCB
Ephesians 5 in the BPBB
Ephesians 5 in the BPH
Ephesians 5 in the BSB
Ephesians 5 in the CCB
Ephesians 5 in the CUV
Ephesians 5 in the CUVS
Ephesians 5 in the DBT
Ephesians 5 in the DGDNT
Ephesians 5 in the DHNT
Ephesians 5 in the DNT
Ephesians 5 in the ELBE
Ephesians 5 in the EMTV
Ephesians 5 in the ESV
Ephesians 5 in the FBV
Ephesians 5 in the FEB
Ephesians 5 in the GGMNT
Ephesians 5 in the GNT
Ephesians 5 in the HARY
Ephesians 5 in the HNT
Ephesians 5 in the IRVA
Ephesians 5 in the IRVB
Ephesians 5 in the IRVG
Ephesians 5 in the IRVH
Ephesians 5 in the IRVK
Ephesians 5 in the IRVM
Ephesians 5 in the IRVM2
Ephesians 5 in the IRVO
Ephesians 5 in the IRVP
Ephesians 5 in the IRVT
Ephesians 5 in the IRVT2
Ephesians 5 in the IRVU
Ephesians 5 in the ISVN
Ephesians 5 in the JSNT
Ephesians 5 in the KAPI
Ephesians 5 in the KBT1ETNIK
Ephesians 5 in the KBV
Ephesians 5 in the KJV
Ephesians 5 in the KNFD
Ephesians 5 in the LBA
Ephesians 5 in the LBLA
Ephesians 5 in the LNT
Ephesians 5 in the LSV
Ephesians 5 in the MAAL
Ephesians 5 in the MBV
Ephesians 5 in the MBV2
Ephesians 5 in the MHNT
Ephesians 5 in the MKNFD
Ephesians 5 in the MNG
Ephesians 5 in the MNT
Ephesians 5 in the MNT2
Ephesians 5 in the MRS1T
Ephesians 5 in the NAA
Ephesians 5 in the NASB
Ephesians 5 in the NBLA
Ephesians 5 in the NBS
Ephesians 5 in the NBVTP
Ephesians 5 in the NET2
Ephesians 5 in the NIV11
Ephesians 5 in the NNT
Ephesians 5 in the NNT2
Ephesians 5 in the NNT3
Ephesians 5 in the PDDPT
Ephesians 5 in the PFNT
Ephesians 5 in the RMNT
Ephesians 5 in the SBIAS
Ephesians 5 in the SBIBS
Ephesians 5 in the SBIBS2
Ephesians 5 in the SBICS
Ephesians 5 in the SBIDS
Ephesians 5 in the SBIGS
Ephesians 5 in the SBIHS
Ephesians 5 in the SBIIS
Ephesians 5 in the SBIIS2
Ephesians 5 in the SBIIS3
Ephesians 5 in the SBIKS
Ephesians 5 in the SBIKS2
Ephesians 5 in the SBIMS
Ephesians 5 in the SBIOS
Ephesians 5 in the SBIPS
Ephesians 5 in the SBISS
Ephesians 5 in the SBITS
Ephesians 5 in the SBITS2
Ephesians 5 in the SBITS3
Ephesians 5 in the SBITS4
Ephesians 5 in the SBIUS
Ephesians 5 in the SBIVS
Ephesians 5 in the SBT
Ephesians 5 in the SBT1E
Ephesians 5 in the SCHL
Ephesians 5 in the SNT
Ephesians 5 in the SUSU
Ephesians 5 in the SUSU2
Ephesians 5 in the SYNO
Ephesians 5 in the TBIAOTANT
Ephesians 5 in the TBT1E
Ephesians 5 in the TBT1E2
Ephesians 5 in the TFTIP
Ephesians 5 in the TFTU
Ephesians 5 in the TGNTATF3T
Ephesians 5 in the THAI
Ephesians 5 in the TNFD
Ephesians 5 in the TNT
Ephesians 5 in the TNTIK
Ephesians 5 in the TNTIL
Ephesians 5 in the TNTIN
Ephesians 5 in the TNTIP
Ephesians 5 in the TNTIZ
Ephesians 5 in the TOMA
Ephesians 5 in the TTENT
Ephesians 5 in the UBG
Ephesians 5 in the UGV
Ephesians 5 in the UGV2
Ephesians 5 in the UGV3
Ephesians 5 in the VBL
Ephesians 5 in the VDCC
Ephesians 5 in the YALU
Ephesians 5 in the YAPE
Ephesians 5 in the YBVTP
Ephesians 5 in the ZBP